31.12.2007 | 10:42
Áramótakveðja til allra.
Kæru ættingjar, vinir, bloggvinir og annað fólk, nær og fjær og jafnvel lengst í burtu. Allir sem ég þekki, þekki ekki, hef séð og eins aldrei séð eða heyrt.: Gleðilegt og gott nýtt ár og takk fyrir allt, sætt sem súrt, í gegnum tíðina. Gangið varlega um gleðinnar dyr í kvöld sem önnur kvöld og munið að horfa ekki ofan í sprengjurnar meðan tendrað er á þræðinum. Gleraugu á öll fés fyrir kvöldið. Munið að spáð er roki, þannig að rétt er að hafa það hugfast að fírverkið, sem og annað lauslegt, berst yfirleitt MEÐ vindinum. Hlakka ekkert rosalega til að fylgjast með láréttri flugeldaskothríðinni í kvöld. Búinn að byrgja glugga og gera garðslönguna og háþrýstidæluna klárar, svona djust in keis for ðe hjúman reis. Farið varlega öll sem eitt og verið góð hvort við annað. Annað er harðbannað. Það er margsannað.
"Smjúts" á alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Smjúts á þig - talandi í rímum. Gleðilegt nýtt ár og þakka góða viðkynningur á árinu sem er að líða
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 10:50
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegt tuð á árinu......
Fanney Björg Karlsdóttir, 31.12.2007 kl. 12:54
Gleðilegt ár 2008, Halldór og fjölskyldan öll.
Það var verulega gaman að lesa bloggin þín á árinu og stundum enn skemmtilegra að lesa kommentin þín. Ég útnefni þig því KOMMENTARA ÁRSINS 2008.
Hlakka svo til að sjá tattooveraða á nýju ári.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 16:25
... gleðilegt ár Halldór... vertu svo bara í skotheldu vesti í kvöld... takk fyrir góð kynni á árinu...
Brattur, 31.12.2007 kl. 16:31
Takk fyrir góðar óskir öll sömul og sama til ykkar allra. Anna, tek titlinum með auðmýkt og tár á hvarmi....snökt snökt.....
Halldór Egill Guðnason, 1.1.2008 kl. 00:42
Gleðilegt ár Halldór og takk fyrir skemmtileg samskiptin í bloggheimum.
Marta B Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.