30.12.2007 | 16:10
Rugludallar!
Að æða á Langjökul, vitandi um veðurspána eins og hún var, gera engir aðrir en greindarskertir rugludallar. Ætti að svipta ökumennina leyfi til að aka jeppa og kanna hvort barnaverndaryfirvöld ættu ekki að kanna hvort foreldrar barnanna sem voru með í för, séu yfir höfuð hæfir foreldrar. Bölvaður árans kjánaskapur, svo ekki sé meira sagt. Vitleysan á sér greinilega engin takmörk. Halda menn að eftir því sem tommunum fjölgi á dekkjunum, geti þeir bara gert hvað sem er? Rugludallar er það eina sem kemur upp í hugann. Hver á svo að borga?
11 bíða björgunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Athugasemdir
ÉG veit að ég er sein á ferð með kommentið en ég er svo hjartanlega sammála þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 21:13
allveg eins og talað úr mínum munni.......það hefði nú sitthvað heyrst ef þetta hefði verið útlendingar eða unglingar.........
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 22:01
Ég hef bloggað um þetta á síðunni minni og er sammála um það að óverjandi sé að fara í svona ferðalag og geta ósköp vel kynnt sér í útvarpi hvenær og hve slæmt veður skellur á, meira að segja marg sagt frá því að almannavarnarnefndir hafi verið kallaðar saman.
Í pistil mínum lýsi ég því hins vegar að vel sé hægt að fara í vel undirbúnar ferðir á jökla þótt spáð sé óveðri ef menn aðeins eru rétt búnir og búnir að skipuleggja það hvernig þeir ætla að bíða af sér veðrið.
Það var hins vegar greinilega ekki gert í þessari ferð.
Ómar Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 22:39
... þvílíkur stormur hjá tuðaranum núna... þetta er almennilegt... enda ég alveg sammála þér Halldór... hér á þessari síðu blása alltaf hressilegir vindar svo hárið stendur stíft aftur úr hnakka... gleðilegt áramót...
Brattur, 31.12.2007 kl. 00:14
Brattur minn...ég er rétt að byrja..................... Og þetta með hárið.: Er staddur í meðvindi eins og er og því erfitt að berjast gegn straumnumÁramótin best til þín, minn kæri.
Halldór Egill Guðnason, 31.12.2007 kl. 00:42
Það er ekkert mál að bíða af sér óveður á jökli, ef fólk veit hvað það er að gera Ómar. Það er alveg rétt. Öll óveður lægir yfirleitt á skömmum tíma hér á landi. Ætli menn/konur sér í óvissu og ruglferðir ættu þeir/þær að gera það eins og menn/konur. Djöfulsins della þessi ferð hjá þessu fólki.Vona bara að enginn þeirra sé svo heimskur að koma í viðtal við fjölmiðla, brosandi eins og auli og þakka fyrir sig.
Halldór Egill Guðnason, 31.12.2007 kl. 00:47
þetta er gott fjas hjá þér, sem ég tek heilshugar undir.
Brjánn Guðjónsson, 31.12.2007 kl. 05:01
Gleðilegt ár Tudari góður og takk fyrir frábæra viðkynningu á árinu.
Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.