60 mínútur, górillur og viðarkol.

Í kvöld var sýndur þáttur á Stöð 2 af "60 minutes". Yfirleitt góðir þættir (þó mér líki ekki Stöð 2 og þeirra endurtekningardagskra). Nóg tuð um það að sinni. Andy Rooney stendur þó alltaf fyrir sínu.

Í þessum þætti  af "60 minutes" var m.a. fjallað um górillur í Kongó og skelfileg örlög þeirra. Einnig var sagt frá þeim fáu dýrum sem þarna tóra enn. Athyglisverður punktur sem varðar drápin á þessum blessuðu skepnum, sem ALDREI hefur verið fram settur í umfjöllun um þetta mál, er sá um hvað málið snýst þegar kemur að innfæddum manneskjum sem þarna búa. VIÐARKOL!!!!!. Já VIÐARKOL!!!!!. Eitthvað til að elda matinn á! Mat, sem ekki vex á trjánum eða fæst keyptur í "Hagkaup þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla" (Þó ég hafi aldrei verið spurður. Eitt kvikyndi var enn mælanlegt í könnunum á Íslandi, síðast þegar ég vissi,.)

Það er ömurlegt að horfa upp á jafn glæsilega dýrategund sem górillur verða nánast útdauðar vegna skorts að aðgengi að eldsneyti til matargerðar. Ameríkanarnir sem stjórna síðan górilluverndinni, sem "by the way make millions of dollars in donations from cocktail parties in Hollywood" hneykslast yfir og undir rassgatið á sjálfum sér á því að heimafólkið skuli ekki þyggja gaseldavélar til að elda matinn sinn á í staðinn fyrir að nota kol úr skóginum. GAS!!!! Hvern djöfulinn á fólk í afskekktum byggðum Kongó og Rúanda að gera við gaseldavélar?...Anyone? "Verndaraþjóðin" sem " by the way"drepur fleiri hvali en nokkur önnur, hefur hæstu glæpatíðni en nokkur önnur,  framleiðir meira af kolum en nokkur önnur, mengar meira en nokkur önnur, drepur í stríðum og með vopnasölu meira en nokkur önnur að bjóða þessu fólki gas til að elda við, sem þekkir ekkert annað en kol og hefur ekki efni á neinu öðru? Hvers vegna í áranum senda þeir þá ekki eitthvað af framleiðslunni af kolum til Kongó og Rúanda og sleppa því að hneykslast á górilludrápi?  Ekki hreyfðu þessir andskotans hræsnarar legg né lið þegar 800.000.- manneskjur voru felldar eins og flugur á þessu svæði hér um árið. Það tók ekki nema örfáar vikur. Hauslaus lík í öllum ám og jafnvel ekki hægt að aka um þjóðvegi landsins vegna hauslausra líkama."God bless America" Djöfullinn sjálfur hvað hægt er að vera hræsinn og það svona rétt fyrir jólin. Ekki það að eigi að skipta máli hvenær þessir hlutir eru ræddir, en maður verður alltaf eitthvað svo argur að horfa upp á þetta rugl. Hugsanagangi allt of margra í USA rétt lýst. Holdgervingar hræsninnar og sölumenn Rockefellerana sem auðgast á vopnasölu og öðru glingri, sem fáum gerir gott. "The true spirit of christmas"

Annars bara nokkuð sprækur, tuðarinn. Nýkominn heim úr ferð erlendis og detta inn í þetta í tívíinu held ég geri mig bara að "verdens meste tuder" er nálgast jólin. Mikið .....ll er hægt að hræsnast. Ég segi það satt. Svei mér ef ég tek mér ekki ættarnafnið TUDOR og býð rafgeymaframleiðandanum byrginn. Datt í hug að kvitta fyrir kvikyndið og tilkynna komuna til landsins með smá tuði. Guð eða aðrar vættir, gefi ykkur öllum gleðilega hátíð, nóg að borða og eitthvað til að elda á.Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Útskýrðu nánar....

Hvernig tengjast viðarkol górillum? Ég keypti ekki stöð2 og verð bara að stóla á upplýsingar frá þér svo ég haldi ekki áfram að vera heimsk kona

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá einmitt þáttinn, tek undir með þér. Varð bara alveg steypireið

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Velkominn heim heimsins mesti tuðari.... það er náttúrulega ekki spurning að þú stendur vel undir því. 

Anna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

skil þig kallinn minn....og er þér allveg fyllilega sammála hvað varðar hræsnina " in the land of oppertjúnítí".......... en nú skulum við passa þrystinginn..... svo mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hér heima að við höfum ekki efni á að bresta núna á síðustu og verstu.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Velkominn heim, loks er alvöru tuð aftur í boði hérna á blogginu

...eriggi m stöð2

Marta B Helgadóttir, 20.12.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband