Frídagur Neytenda!

Er landinn gjörsamlega að missa sig? Er þetta ekki sama þjóðin og grætur undan okri og háum vöxtum? Þýðir sennilega ekkert að vera að tuða um það, en vil enn og aftur benda fólki á að á morgun er alþjóðlegur frídagur neytenda. Sennilega ekki tekinn mjög hátíðlega hér á landi ef marka má tölurnar úr Seðlabankanum, en hvet samt sem flesta til að athuga sinn gang, svona eins og einn dag, og versla ekki neitt.  
mbl.is Ekkert lát virðist á einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alveg sammála þér, þegar bankarnir lækkuðu vextina í 4,15% eftir að við vorum búin að væla yfir ofháum vöxtum á húsnæðismarkaði í tugi ára og heimta íbúðalánin í bankana, fórum við á eitt allsherjar eyðslufylleri og keyptum hjólhýsi eins og það síðasta væri til sölu og aldrei kæmi hjólhýsi aftur til landsins ofl. ofl. ég hef kallað þetta ,,að vinna í því að vera með flottustu útihurðina í götunnni,, OG ekki síst þá tókum við þátt í að hækka íbúðarverð svo að það er komið langt upp fyrir brunabótaverð sem þýðir jú  stórtap ef það brennur ofan af fólki og eða fateignamatið sem eikur bara fasteignagjöldin, svo jú Halldór það er einmitt sama fólk sem er að væla yfir okurvöxtum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.11.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Í dag fór ég ekki í búð, en á morgun ætla ég í Ríkð og kaupa eina rauðvínsflösku, og halda síðan rækilega upp á daginn!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.11.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég sem ætlaði að byrja á jólagjafainnkaupum á morgun

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek heilshugar undir orð Högna.  Á morgun ætla ég ekkert að versla, er orðin leið á innkaupum.  Vil bara vera hamingjusöm af andlegum gæðum. Stór hluti þjóðarinnar er að tapa sér.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:23

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mun ekki versla neitt á morgun  -  og njóta þess.

Marta B Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 01:17

6 identicon

Við lifum í kapítalísku þjóðfélagi..... og til að halda því kerfi við þurfum við að taka þátt í neyslunni (þó helst án þess að taka lán). Ef við erum ekki góðir neytendur verður nágrannin okkar atvinnulaus því við eru orðin svo "andlega sinnuð". Og þá verður kreppa ekki satt. Svo ég vil hvetja fólk til að virða að vettugi neytendalausa daginn bara svo nágranni þinn verði ekki atvinnulaus......

gfs (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 01:33

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

o hvað ég er fegin að sjá þetta - góðafsökun og gild fyrir því að þurfa ekki að kaupa jólagjafir!

Takk fyrir Halldór minn.

Edda Agnarsdóttir, 24.11.2007 kl. 13:59

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bókaspjallið er komið í gang núna.

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband