KAUPA EKKERT Á MORGUN!

Frídagur neytenda er á morgun!!! Ég verð sennilega eins og maðurinn á horninu sem boðar heimsendi í gær. Ekki margir sem taka mark á svoleiðis kónum. Einhverskonar Don Kíkóti sem röflar, tuðar og agnúast út í allan andskotans bullesins þvargaðarvaðalinn sem á okkur bylur löngu fyrir jólin. Jólunum, sem í barnslegri einlægni var tilhlökkunarefni hér áður fyrr, er stútað af IKEA í október og restin gerð að bjánagangi af "Toys R Us" og fleirum í nóvember.

Fari þetta bévítans útlenska drasl beint á haugana.!

Það dóu "ekki" nema 10.000.- manns í síðasta fellibyl í Bangladesh.

 Toys R Us, Just For Kids, Leikbær, Hagkaup, Bónus, Nettó, Samkaup.

Hefur einhver annars hugleitt það,að á meðan á hverju augnablikki stendur, deyja 274 börn úr hungri?

"Gleðileg jól"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Heyr,heyr...... er búin að taka ákvörðun..... Kaupi EKKERT á morgun...... þetta neysluæði er komið út fyrir öll mörk....

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.11.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já, ég hef hugleitt það og næ ekki upp í nefið á mér fyrir vikið stundum! Hvað er hægt að gera til að breyta því? Hugsaðu þér í heimi allsnægtanna þar sem einkaþotur bíða á rauðu ljósi, deyja 274 börn úr HUNGRI!!!

Ég skal taka þátt í þessu hjá þér og kaupa ekkert á morgun.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 07:14

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvaða andsk.þunglyndi er þetta maður þú lifir bara einu sinni og svo eyða á meðann einhverju er að eyða og gleðileg jól sjálfur bara ég er farinn í bæinn að versla enda blankur svo ætla ég að væla yfir verðinu héer hjá þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.11.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband