22.11.2007 | 00:25
"KAUPTU EKKERT" Dagurinn-Frídagur neytenda.
"Vissuð þið af honum? Nei ekki ég heldur fyrr en um daginn að ég rakst á grein í Viðskiptablaðinu eftir Þuríði Hjartardóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Í greininni fjallar hún um þennan skemmtilega dag, frídag neytenda sem haldinn er hátíðlegur víða um heim næsta laugardag. Það er reyndar misjafnt eftir löndum hvenær hann er haldinn en í Bandaríkjunum og Kanada er hann alltaf haldinn eftir þakkargjörðarhátíðina (23/11) en í Evrópu síðasta laugardag í nóvember (24/11).
Samkvæmt Þuríði var það fyrir 15 árum að aðgerðarsinnar í Kanada (Adbusters) kynntu fyrst Kauptu ekkert daginn í því skyni að mótmæla neyslu- og alþjóðavæðingunni. En allir geta tekið þátt og þurfa ekki að fara í mótmælagöngu til þess. Þáttakan er fólgin í því að eyða deginum án þess að eyða nokkrum peningum. Og til hvers í ósköpunum? Jú til þess að taka sér frí frá innkaupum einn dag og íhuga hvaða áhrif innkaup þeirra hafa á eigið líf og umhverfi.
Sigríður."
ATH ! "Stal" þessari færslu af bloggsíðunni hjá Guttormi og vona ég eigi ekki málshöfðun yfir höfði mér fyrir verknaðinn. Hrikalega væri gaman að sjá tómar búðir einn dag á ári. Renna kannski hundrað kalli í dolluna hjá Hjálpræðishernum, en í lagi að fá sér ís.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta yrði eini dagurinn sem ég fyndi mig knúna og algjörlega ómissandi í verslunum. Það gerir genið sem veldur því hvað ég rekst illa í hóp......
Ætla því að leiða hann hjá mér.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 09:02
Hrönn.: Held það sé útsala á hlaupaskóm í Europrís á laugardaginn.
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2007 kl. 10:23
oh shit.... og ég sem ætlaði í Toy´s r us.... er ábyggilega eini íslendingurinn sem hef ekki stigið fæti mínum þar inn fyrir dyr og þó bý ég í næsta húsi...............
en svona í fúlustu alvöru þá er ég allveg sammála þér að það væri allveg yndi ef fólk hér gæti tekið sig saman og átt svona "kauptu ekkert" dag.....Taktu að þér hlutverkið af fullri alvöru og boðaðu fagnaðarerindið Halldór
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.11.2007 kl. 11:36
Frábært að vita af þessu, ég ætla að vera með og kaupa ekkert. Fer bara á morgun að versla í matinn, vantar ekkert annað fyrir helgina. spara þennan
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:29
Láta þetta berast sem víðast. Naumur tími til stefnu. Annars er landinn svo samur við sig, að sennilega er hætta á meiriháttar fráhvarfseinkennum ef ekki er hægt að þræða svo sem eina búð á dag eða kringlulindargímald.
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2007 kl. 17:07
Kæri Halldór. Ég var farinn að sakna þín, það er svo gott að hlæja öðru hvoru.
Ég ætla að fá mér ís á þessum merkis degi, ekki spurning.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 22.11.2007 kl. 18:54
Ó mæ!!! Nú VERÐ ég að fara í búð á laugardaginn!!!! Þeinkjú
Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:35
Það væri frábært að upplifa einn kauplausan dag. En af hverju er í lagi að fá sér ís? Æ nú langar mig í ís.
Marta B Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 23:10
Kaupa rjóma,sykur,egg.vanillustangir á föstudegi og búa sér til ís. Einfalt,ekki satt. Njótum laugardagsins með okkar fólki.
Einfaldur LAUGARDAGUR.............
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 22.11.2007 kl. 23:29
Þið eruð bara yndisleg. Kaupið ef þið viljið, ekki ef þið ekki viljið. "It´s up to you" Neytendalausar búðir er eitthvað sem ég gæfi báða handleggina fyrir, en þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af að missa.
Neyslufrík!!
Halldór Egill Guðnason, 23.11.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.