8.11.2007 | 22:02
"Semi"-Bloggfrí
Farinn í "semi"-bloggfrí. Ferðalög, flutningar og vinna, vinna, vinna framundan. Hilsen til allra og gleðileg jól
Þoli annars illa þetta jólastand og fari IKEA bara norður og niður með sitt þjófstart. Tók úr mér allan vind og sannfærði mig enn einn ganginn um hve þessi blessaða þjóð er orðin snarrugluð í neysulfylleríinu sínu og veruleikafyrringunni. Þeir seldu leikföng fyrir 70 milljónir í Toys R Us fyrstu helgina! Næstir á eftir Hong Kong á heimsvísu. Þetta er bara bilun og ágætt að komast frá þessu dómadags rugli öllu saman. Gæti dottið inn annað veifið, ef kemst í tölvu, en þangað til ....SMJÚTS Á ALLA og gangi ykkur vel í "jólaklikkuninni".... Farinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
smjúts á sjálfan þig til baka.
Hlakka til að sjá þig næst
Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 22:21
Góða ferð vinur minn.
Anna Einarsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:50
Sammála þessu, jólaklikkeríið á Íslandi er engu líkt.
Vonandi verðu bloggpásan þín ekki alltof löng
Góða ferð og gangi þér vel.
Marta B Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 00:46
...talandi um jóla jóla
ekki missa af þessu!
Marta B Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 01:12
hafðu það gott í bloggpásunni þinni..... ekkert að hafa hana neitt of langa...... en njóttu þess að vera í "fríi"...
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:30
Takk fyrir og sömuleiðis, GLEÐILEG JÓL.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 22:34
ég öfunda þig bara
njóttu bloggfrísins
p.s algjörlega sammála um jólaklikkun
halkatla, 9.11.2007 kl. 22:44
Bíddu! Er ég að missa af einhverju? Ertu farin af landinu? Góða ferð annars og hafðu það gott, hlakka til að sjá bloggið þitt aftur! Jólin!
Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:20
70 milljónir, þú hlýtur að vera að grínast.....
Halla Rut , 11.11.2007 kl. 00:37
Farinn?
Ertu þá farinn frá mér?
OK.
Komdu heill heim
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.11.2007 kl. 19:05
Fer þessu bloggfríi ekki bráðum að ljúka
Marta B Helgadóttir, 19.11.2007 kl. 02:26
Hvenær verður þetta þjóðfélag eiginlega timbrað eftir allt þetta neyslufyllerí?
Tek undir með þér með allt þetta jólastand, hafðu það gott í fríinu.
Eva Þorsteinsdóttir, 19.11.2007 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.