Tíminn

Ég ætla að gerast svo grófur að stela frá Bratti, vini mínum, fallegri færslu.:

"Tíminn.

... nú er dimmt og hvasst úti... við sitjum inni í hlýjunni... og hlustum á hvernig rigningin lemur rúðurnar... við ráðum engu um það hvaðan  og hvernig vindarnir blása... en við getum skýlt okkur fyrir þeim og kuldanum inni í hlýjum húsunum...

... við kveikjum á kertum og hugsum til þeirra sem eiga ekkert skjól... hugsum til þeirra sem líður ekki vel... hugsum hvað við erum smá og lítil í eilífðinni... og hve tíminn er dýrmætur...

  CA6V4LIB

 .

Tíminn.

Hann vekur þig
að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld

Tíminn gamall og reyndur
en samt ungur sem barn

Það eina sem þú átt
 

Hann vekur þig að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld"

----------------------------------------

Það er dásamlegt að hitta menn eins og Bratt, þó ekki sé nema einu sinni á lífsleiðinni. Mikið er ég ríkur. Vonandi lukkast mér að hitta hann og "hin" aftur.

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Brattur er góður. Hef samt aldrei hitt hann en les hann oft. Hlýjar og kímnar færslur sem ylja konu

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

copy paste það sem Hrönnslan segir hérna

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Auðvitað hittumst við öll aftur !!!

Anna Einarsdóttir, 4.11.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Brattur

Já, Halldór... það er ekki spurning... við hittumst aftur... það er ekki annað hægt... allt þetta skemmtilega fólk... ég hlakka mikið til...

Brattur, 4.11.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband