Fjandans ruslpóstur!

Inn um bréfalúguna streyma nú alls kyns bæklingar með auglýsingum um hluti sem mig vantar ekki, eða langar í. Á samkvæmt venju, sennilega bara eftir að versna fram að jólum og magnið að aukast dag frá degi. Vægast sagt pirrandi sendingar og fer allt beina leið í endurvinnslutunnuna. Eyði ekki einni mínútu í að lesa þetta bölvaða bévítans rusl. Ekki er nóg með að þessi fjandi sé borinn í hús yfir hábjartan daginn, heldur er núna farið að bera á því að skuggalegar verur læðist um á nóttinni og troði þessu inn um póstlúguna hjá manni. Væri fróðlegt að vita hvort það samræmist góðum venjum, eða reglum í póstútburði. Djöfullinn danskur ef maður er nú farinn að rumska um miðjar nætur við það að póstlúgann skellur fram og til baka, trekk í trekk, eftir að búið er að troða bæklingarusli inn um hana. Lúgan mín er reyndar þeirrar gerðar að hún smellur frekar harkalega aftur, þannig að léttsofandi tuðari rumskar í hvert skipti sem heyrist í henni. Þó standi á henni að ég vilji ekki fjölpóst, rignir þessu inn sem aldrei fyrr. Hvern fjandann á maður eiginlega til bragðs að taka, ha? Þetta er jafnvel farið að fara meira í taugarnar á manni en óþolandi tölvuruslpóstur, þar sem boðin eru endalaus kíló af Viagra með afslætti og leiðbeiningum um bætt kynlíf og kvennafar. Eins og einhver hafi áhuga á því að vera með "bóner" í þrjár vikur samfleitt, eða fá það tíu sinnum á dag, allt árið. Ekki gott að segja, en þetta var nú bara svona smá útúrdúr. Þetta jólabæklingapappírsflóð gerir mann pirraðan og reiðan og er alveg örugg leið að fá tuðara og þverhaus til að versla alls ekki við þá sem senda þessa óværu inn um lúguna, daga sem nætur. Þvílík pappírssóun! Fussumsvei, barasta.... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að teipa hana fasta frá hádegi til morguns

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

sko..... eins og tuðarinn sándar í augnablikinu.... væri kanski ráð að kíkja á þetta með Viagra..... hvað veit ég....... annað en að ákveðið svelti ýtir undir ákveðinn pirring...........

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.11.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bölvandi alls konar blöðum,

bévítans tuðarinn.

Ruslpóstur streymir í röðum,

rifuna á hurðinni hans inn.

Er nema von maður tuði. 

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti....

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:18

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Pirringur segiði?

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband