Hættiði nú alveg!

Stjörnuspá fyrir Steingeit í dag á MBL.:  

"Sköpunarorkan flæðir! Þú átt þína Mary Poppins stund þar sem "matskeið af sykri" mun virkilega hjálpa "meðalinu niður". Þetta er rétti andinn!"

Var búinn að lofa sjálfum mér því að lesa ekki stjörnuspána fyrr en seint í kvöld en stalst eins og lítið barn í kökustamp, til að kíkja í morgun. Hvers á maður eiginlega að gjalda frá MBL, ha? Er þýðingartölva sem snarar erlendum stjörnuspám yfir á okkar ástkæra, eða hvaðan í ósköpunum kemur þetta eiginlega? Í gær var manni ráðlagt að kútveltast um allar trissur með egg í körfum, eins og nóg væri til og svo þetta í dag. Egg, sykur, Mary Poppins og "dash" af meðali komið og þriðjudagur ekki á enda runninn. Það verður dálagleg uppskriftin sem maður verður kominn með undir helgi. Kannski það verði bara bakað úr öllu saman? Hver veit. Heimta hveiti, lyftiduft, flórsykur og kakó í þær stjörnuspár sem eftir eru vikunnar fyrir steingeitur. Öðruvísi verður þetta aldrei almennileg baka og hætt við að endi í tómri steypu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá sem sér um stjörnuspárnar og þýðingu þeirra á Mogganum, er rannsóknarefni vísinda framtíðarinnar.  Er steingeit og er búin að fá sömu steypu yfir mig daglega í fleiri mánuði.  Góða skemmtun, þetta lagast ekki, hihi.

Marý Poppins

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Egg í gær og sykur í dag... þetta er marengsterta í körfu. 

Anna Einarsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst þú soldið vera einmitt Mary Poppins týpan.....

....áttu regnhlíf?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 18:01

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Halldór ertu ekki en farin að skilja neitt? Sykur og egg og allt hitt sem þú nefnir er efni í köku sem þarf að baka svo úr verði kaka. En ef þú heldur áfram að hugsa um Amor að þá hefur hann löngum komið að atferlum undir rós og eins er með þetta mál í stjörnuspá þinni og Jennýjar.

Edda Agnarsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Brattur

... Halldór, voru ekki Mary Poppins og Bloody Mary systur, mig minnir það...

Brattur, 30.10.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Brattur, ertu eitthvað verri Mary Poppins var dóttir hennar og afasystir Pollýönnu.  Þið eruð nú alveg til vandræða í ættfræðinni,

Halldór, ekki taka neitt mark á þeim.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.10.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu búinn að steypa yfir þig?? hvað skeðist, (eins og börnin segja) vona að þú náir þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband