Vatn.

Vatn. Eitthvað sem við teljum svo sjálfsagt að eiga nóg af. Svo sjálfsagt að fyrir hvert glas sem við drekkum af því, látum við að minnsta kosti tíu til tuttugu renna í vaskinn þangað til það er orðið nógu kalt. Drekkum síðan hálft glasið og hellum restinni. Það er jú nóg til, ekki satt? Bara skrúfa frá og..... "vola". Á ferðum mínum erlendis hefur mér lærst að vera þakklátur fyrir þennan glæra hreina vökva, sem mér áður þótti svo sjálfsagður. Ef það er eitthvað sem við á Íslandi ættum að vera stolt af, er það vatnið okkar. Þegar maður skrúfar frá í hinum ýmsustu löndum, tvist og bast um heiminn, er það hreint með ólíkindum hvað hægt er að fá margar útgáfur af vatni. Saltað, klórað, brúnt, appelsínugult,sandblandað, sjóblandað og jafnvel á of mörgum stöðum, ekkert vatn. Við ættum að umgangast vatnið okkar af meiri virðingu en við gerum. Það er ekki víst að það verði alltaf til nóg af hreinu vatni. Ekki einu sinni á okkar ástkæra Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held ekki vatni.    Eða jú.... held því.... þar til ég kasta því.

Að öðru..... hvernig er þetta með langorðakeppnina þína ?

Anna Einarsdóttir, 18.10.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Langorðakeppnin eiginlega bara dó. Orðin urðu svo löng að þau fóru jafnvel yfir í næstu tölvu.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill, þetta er svo satt

Ertu í vinnuferð eða fríi þarna í veldi Danadrottingar?

Marta B Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heyr heyr, látum ekki þúsund ára gamlan dropa renna til ónýtis!!!!!

Hilsen til Danmark

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ef þú ert í Danmörku þá skil ég mætavel þennan þankagang! Sparsamari manneskjur hef ég ekki hitt á ævinni nema í DK. Maður fékk ávítur frá fólki ef maður lét renna vatn úr krana, stundum var ég orðin þjökuð í umgengni við suma Danina þeir voru svo smámunasamir!

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hversvegna mættir þú ekki á leynifundinn Halldór, þú hefðir þá eitthvað til að tuða yfir.

En ekki verður vatn að vatni nema vatn sé.

skál í boðinu 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.10.2007 kl. 21:59

7 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Hjartanlega sammála.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Hugarfluga

Góð ábending. Ég er alltaf að brýna það fyrir mínu heimafólki að láta ekki vatnið renna endalaust þegar það burstar tennur o.fl. 

Hugarfluga, 20.10.2007 kl. 17:46

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek nú undir með Eddu, maður er þjakaður af vatnsskorti eftir að vera í Danmörku og sérstaklega ef maður er á heimili danskra.

Þetta er mikið alvörumál Halldór og ég hef haldið því fram að við þurfum að fara að huga að því að gera mörg og stór uppistöðulón á hálendi okkar til að eiga vatn sem heldur áfram að drena í gegnum hraun til byggða þegar jökklarnir hætta því.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband