"Hælbítar" í baklandinu?

Sennilega á margt eftir að koma á daginn varðandi þessa farsakenndu atburðarás alla. Menn eiga eftir að munnhöggvast um það, hvort faðmlög og handabönd áttu sér stað og annað álíka jafn gáfulegt. Fjölmiðlar eru komnir í feitt og margt sem hverfur í skuggan af þessu næstu daga. Menn deilir á um það hver gerði hvað, sagði hvað og hverjir eru mestu skíthælarnir og svikararnir. Björns Inga saga í þessu er eins og hún er. Það er erfitt að fela framsóknarfnykinn og þegar síðan Alfreð blandast í málið verður fnykurinn nánast því óbærilegur. Það er hins vegar eitt sem stendur ekki síður upp úr í þessu öllu og það er barnalegt upphlaup ungliðanna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, sem í hysteríu sinni hlaupa grátandi á fund formanns Sjálfstæðisflokksins til að klaga Vilhjálm. Hvernig getur þessi, til þess að gera, reynslulitli hópur, sem þó myndaði bakland Vilhjálms í borgarstjórn, ætlast til þess að svona fíflagangur auki, eða viðhaldi trausti manna gagnvart þeim, eða Vilhjálmi? Að hlaupa á fund Geirs, án Vilhjálms, eins og þau gerðu, var í raun fyrsta skóflustungan að þeirra eigin gröf í borgarstjórn og aftaka á Vilhjálmi, sem borgarstjóra. Ætli orðið "hælbítur" eigi bara ekki nokkuð vel við um hópinn og undirstrikar það  að" Maður uppsker eins og maður sáir". Mistök, aulaleg ummæli, græðgi og klúður, er það sem blasir við hinum almenna borgara.

(Verður fróðlegt að fylgjast með nýjum meirihluta og hvernig hann tæklar þetta mál allt saman. Nú er lag fyrir þau að standa við stóru orðin og uppræta spillinguna. Ekki ætla ég að óska þeim til hamingju, en bíð spenntur eftir framhaldinu. Annar eins kokkteill hefur varla sést áður í borgarstjórn og barasta ómögulegt annað, en að framundan séu farsakenndar uppákomur sem aldrei fyrr.)


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér með þetta.  Eigðu góða helgi.  Arrow Head 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband