11.10.2007 | 17:28
Slökkvið á friðarsúlunni!!
Það er spurning hvort borgaryfirvöld ættu ekki að drífa það af að slökkva á blessaðri "friðarsúlunni" úti í Viðey? Borgin hefur nánast logað í ófriði eftir að kveikt var á henni, enda súlur umdeilt fyrirbæri hin síðari ár. Þar sem hinn nýji meirhluti er orðinn staðreynd, getur það reynst stórvarasamt að hafa logandi súlu áfram. Þá er bara hætta á annari borgarstjórn eftir viku og svo koll af kolli fram til 8. desember. Þessi meirihluti er lítið betur settur en sá fyrri, hvað fjölda fulltrúa varðar, svo vandséð er hvernig þetta samstarf getur blessast. Framsóknarfnykurinn liggur nú yfir borginni og spurning hvort hann nær að kæfa friðarljósið. Kemur í ljós.
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2007 kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Já Halldór minn, gat engin hlaupið í skarðið fyrir Binga? Það hefði alltaf verið skárra næstum hver sem það væri!
Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 18:49
Tek undir með Eddu....... er virkilega engin sem getur sent þennan mann..... tja bara eitthvert.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 19:07
Senda hann í detox til Jónínu í Póllandi
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 21:56
Var hann ekki tekinn í misgripum fyrir einhvern álíka í The United States of USA?? Hafa hann bara þar.............
Annars hef ég skoðanalaus í þessu tiltekna máli! Bý ekki í Reykjavík, nota ekki vatn frá OR, ætla hins vegar að mótmæla öllu sem gert verður á Henglinum - enda mitt einkafjall!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 22:17
Mér fannst nú borgarstjórinn fríkka umtalsvert í dag.
Anna Einarsdóttir, 12.10.2007 kl. 00:39
Ég er ekki enn farin að skilja þessa atburðarás Get dáldið vorkennt Vilhjálmi held hann hafi látið plata sig eitthvað.
Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 01:29
Hvað skeður svo 8. desember?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 09:23
vel orðað
halkatla, 12.10.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.