5.10.2007 | 18:07
Að mála sig á rauðu ljósi.
Fyrir framan tuðaran, á rauðu ljósi, er lítill bíll og í honum kona. Hún snýr speglinum þannig að hún sjái vel framan í sig og er að mála sig. Ljósið verður gult og tuðarinn lyftir fætinum af bremsunni og gerir sig kláran í að gera það sem ALLIR eiga að gera, þegar ljósið síðan verður grænt. Konan í litla bílnum er hins vegar ekki að fara neitt! Tuðarinn situr á sér með að flauta á hana, en gefur eitt leiftursnöggt blikk með háa geislanum. Vill ekki að hún máli út fyrir. Ekkert gerist. Litli bíllinn hreyfist ekki og konan heldur áfram að setja upp andlitið. Engu líkara en hún sé búin að færa baðherbergið niður á Kringlumýrarbraut. Tuðarinn flautar pent, einu sinni. Ekkert gerist. Tuðarinn flautar, ekki svo pent, tvisvar. Ekkert gerist. Það er flautað fyrir aftan tuðarann og þar fyrir aftan og þar fyrir aftan. Ekkert gerist. Nú er tuðarinn orðinn tæpur á því og ég leggst á flautuna og blikkar ljósum. Hún leggur frá sér snyrtidótið, tekur fótinn af bremsunni, en þá er líka komið gult ljós og síðan rautt. Hún fer ekki neitt, þessi elska. Allt á suðupunkti fyrir í röðinni, en ekkert hægt að gera í stöðunni annað en vona að blessuð konan sé kominn með andlit og taki nú af stað um leið og græna ljósið kemur næst. Konan í litla bílnum teygir sig í græjurnar á ný og stillir spegilinn að sér til áframhaldandi málningarvinnu. Tuðarinn fylgist með hinum ljósunum og veit að styttist á ný í grænt ljós hjá sér. Hann blikkar og flautar eins og óður maður um leið og ljósið verður gult. Konan í litla bílnum leggur rólega frá sér málningardótið, lyftir fæti af bremsunni og ekur löturhægt af stað. Tuðarinn er innan við eitt fet á eftir á sínum bíl og viti menn, það er löngu komið rautt aftur. Við Suðurver er tuðarinn stöðvaður af laganna vörðum og sektaður fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, en konan á litla bílnum, með andskotans málninguna í andlitinu, heldur sína leið til vinnu, eða hvert svosem hún var að fara. Tuðarinn er því ekkert sérlega vel fyrirkallaður þennan föstudag, en biður að heilsa öllum vel máluðum konum, ef þær bara klára andlitið heima hjá sér, en ekki á rauðu ljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tókstu ekki númerið á bílnum?? ég hefði tryllst og svo á bara að kæra svona ljótar konur. Hún hlýtur að eiga vondan kall sem bannar henni að nota málningu í vinnuna. Hún er svo örugglega á sömu ljósum á kvöldin að þrífa sig blessaður bjáninn.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 18:20
Hún er ein af þessum prímadonnum sem heldur að hún sé ein í heiminum. Það eru til margar af þessari tegund. Þakkaðu bara fyrir að hún er ekki eiginkona þín.
Heidi Strand, 5.10.2007 kl. 18:34
Druslan ! Lætur vin minn fá sekt. Hún er örugglega forljót.
Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:30
... já... ég hef nú eiginlega smá samúð með konunni; Halldór... ég raka mig oft á rauðu ljósi og finnst ekkert þægilegt að það sé verið að flauta á mig á meðan...
Brattur, 5.10.2007 kl. 19:33
Spurðirðu ekki lögguna hvort þá vantaði málningu eða make up?
Við í leiðangur að hafa upp á þessari dru... þori ekki að klára, er ekki eins kjörkuð og Anna en stend með henni og tuðaranum!
Smjúts á þig Halldór og góða helgi.
Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:24
Það er ekki stuð í Leiró í kvöld.
Kanski dreymir tuðara stuðara þeirrar fínu með varalitinn í nótt.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Kvosinni.
Karl Tómasson, 5.10.2007 kl. 22:45
Kræst ... hvað gera þessar kjellingar næst?? Taka slátur á rauðu?
Hugarfluga, 5.10.2007 kl. 23:11
Maður bara spyr sig.
Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 23:55
Hvernig var bíllinn á litinn?
Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 01:52
Silfur grár og held að hafi verið Toyota.
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 02:10
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 02:11
Þá var það allavega ekki ég...........
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 11:48
Það er eins og ég hef alltaf sagt, aldrei grímulausar út að keyra!
Það gengur ekki að setja maskann á sig í bíl, allavega ekki þegar tuðarinn er næst á eftir.
Grínlaust, þá er samt betra að gera það á rauðu ljósi, en á fullri ferð, því þá lendir maður í því að mála útfyrir. jajajajajakajahahah
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.10.2007 kl. 16:17
gæti hafa verið ég..... hvenær var þetta vinur
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:10
Fanney.:Klukkan var nákvæmlega 0817, þegar bláu ljósin buldu á basýnisspeglinum hjá mér, svo ég giska á ca 0813. Varstu eitthvað að spá í að taka þátt í kostnaðinum við sektina, ha?
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 22:19
Taka þátt í kostnaðinum..... geriru þér grein fyrir hvað svona málningarkitt kostar ???
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:49
Já, en þú slappst með það af vettvangi!
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 22:50
Ég segi nú eins og Brattur.... Helduru að það hafi verið eitthvað þægilegt að hafa þig grenjandi þarna á flautunni fyrir aftan....það munaði engu að ég fipaðist.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:57
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 22:59
Ég þekki nú eina sem málar sig og maskarar á fullri ferð og lætur það ekkert trufla sig að vera að keyra á meðan. Eru þetta ekki bara mömmurnar sem þurfa að koma öllu heimilisfólkinu út og af stað á réttum tíma á morgnana og sitja svo sjálfar á hakanum og verða að klára tiltektina á sjálfum sér á leið í vinnuna svo þær geti labbað þar inn tilbúnar í slaginn?? Sumar konur mega bara engan tíma missa.....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 09:53
Ég er saklaus. Er með pottþétta fjarvistarsönnun
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.