26.9.2007 | 00:53
Ég skammast mín!
Í Kompásþætti kvöldsins var í grófum dráttum greint frá þeim hörmungum, viðbjóði og niðurlægingu sem Aron Pálmi mátti sæta í fangelsi í "The land of the brave". Ekki laust við að ég skammist mín fyrir að hafa ekkert aðhafst. Eftir á að hyggja "hefði maður átt að gera hitt og þetta", en gerði ekki neitt! Varðandi þetta mál, lít ég sjálfan mig (veit ekki með aðra) sömu augum og ég lít stjórnvöld Íslands.: Ég (veit ekki með aðra) og þau, reyndumst duglausar druslur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
Kæri, hvað gátum við svo sem gert? höfum við getað stoppað stríðin sem fyrirleitna landið hefur staðið fyrir? Það var reynt að frelsa Aron Pálma, en því miður tókst það ekki. En Halldór, við þurfum ekki að vera duglausar druslur, við getum tekið við keflinu. Við getum stutt við bakið á Komás mönnum, reynt að hjálpa Aroni Pálma til að styðja við ungt fólk sem hefur verið svift frelsi sínu og þarf að búa við þessar hörmungar sem við sáum í gær. Hvernig væri að við, B.V.M.T. myndum hreyfingu, með Aroni Pálma, Stofnfundur, meðlimir, árgjöld sem varið væri til auglýsinga og upplýsinga í svipuðum dúr eða í samvinnu við Kompásmenn. Öll Vestur Evrópa þarf að sjá og heyra, hvernig þessir bandittar (dregið af Bandaríkjamenn) haga sér við þegna sína.
Í hverri þjóð búa því miður siðblindingjar, ekki einu sinni við erum laus við þannig fólk. Því miður er það ólæknandi, en við sem þykjumst hafa þokkalegt siðferði, getum hægt á þeim. Orð, verða til alls fyrst.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.9.2007 kl. 16:25
Ég er ekki með Stöð 2, veistu vefslóðina á þáttinn?
Marta B Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 18:23
Kristjana við erum snillingar, hér er slóðin komin:
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=3a6059bd-b342-4012-8c77-6966f9a0abd2&mediaSourceID=5d076304-1e01-4945-b615-35d2a4e0c223Marta B Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.