Er ekki komið nóg?

Fer ekki að verða komið nóg af óliðlegheitum og valdhroka norðmanna í garð íslenskra fiskiskipa? Íslensk stjórnvöld hafa fram að þessu sýnt ákaflega litla tilburði til að reyna að hemja fíflaganginn í "frændum" vorum. Hvernig ætli norðmönnum fyndist t.d. að þurfa að sigla vestur að Reykjanesi í "tékkpúnkt", áður en þeir mættu sigl heim til sín með loðnu af okkar miðum? Íslensku skipin þurfa stundum að gera þetta í þeirra lögsögu, með tilheyrandi töfum og kostnaði. Orðið tímabært að láta sverfa til stáls, ef ekki er hægt að fá blessaða mennina til að haga sér eins og menn og leyfa okkur að stunda veiðarnar með sanngjörnum hætti.
mbl.is Íslenskur togari færður til hafnar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru ekki til "stífari" menn á reglur og lagaverk en Norðmenn og þegar þeir eru einu sinni byrjaðir að "sýna" á sér "klærnar" er ekki fyrir andskotann að snúa ofan af málunum og hverfa til baka.  Annars eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og persónulega finnst mér þetta lýsandi fyrir vinnubrögðin hjá Samherja.

Jóhann Elíasson, 25.9.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þarna þekki ég gamla góða tuðið.    Allt í lagi að láta helvítis norðmennina hafa það skítugt !

Anna Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

ja, men kjære dere!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf að vera góður við Norðmenn!! Alltaf að vera góður við minnimáttar.......

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2007 kl. 19:56

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Rétt hjá þér Hrönn, það er ljótt að ráðast á minniháttarfólk!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ja, norske myndigheter og kystvakten er verdens meste "Tverhauser".

Halldór Egill Guðnason, 25.9.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

De har nå mye penere statsminister en vi har, men takk og pris, at jeg ikke er norsk torsk

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 20:34

8 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Þetta er kannski ekki Norðmönnum um að kenna, frekar hinni íslensku stjórnsýslu, sem átti á sínum tíma alfarið sök í máli að svipuðum toga, enn við höfum gengist undir þessar reglur og þeim verður að fara eftir,"meðan ekkert annað hefur verið aðgert".

Friðrik Björgvinsson, 26.9.2007 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband