"Þú hefur náð sambandi við Frumherja"

Hringdi í Frumherja vegna ökuprófs fyrir dóttur mína. Verð að tuða smá vegna þess.: 

 "Þú hefur náð sambandi við Frumherja hf. Press 9 for English. Veldu einn fyrir upplýsingar eða pantanir". Smá þögn og síðan kemur þessi gullmoli.:"Ef ekkert er valið færð þú samband við skiftiborð". 

Getur einhver útskýrt fyrir mér þörfina á svona símsvörun? Það er ekki val um eitt eða neitt, nema að ýta á 1.(Og 9 ef maður vill ensku) Ef síðan er ýtt á 1, hvað haldi þið að gerist.....? Jú, maður fær samband við skiftiborð!

Ekki alveg að ná þessu, en "smjúts" á skiftiborðið samt. Elskuleg kona þar fyrir svörum og þjónustan ágæt alveg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég beiti þessu stundum ef sölumenn hringja og vilja selja mér bækur eða eitthvað... þá breytist ég í símsvara; þú hefur náð sambandi við aðlabækistöðvar Bratts... ýttu á 1 ef þú vilt slíta þessu sambandi strax ýttu á 2 ef þú vilt vita hvað Brattur borðaði í kvöld... ýttu á 3 ef þú vilt gefa Bratti peninga... ... eftir örfá svona, þá kemur smellur í símtólið á hinum endanum og sölumaðurinn er flúinn...

Brattur, 20.9.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he það eru margir skrýtnir símsvararnir, það var rosalega krípí gaur sem svaraði í Kreditkortum, ég hló svo mikið og missti mig alveg þegar einhver svaraði loks, viðkomandi sagði að það væri tölvert kvartað yfir honum, núna er búið að breyta. :)

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyndnir félagarnir HallBrattur  Frábærir saman alveg

Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór !  Þú ert búinn að vera í þvílíku stuði síðan kvöldið góða.    Það er varla þorandi að hittast strax aftur.... því ef þú batnar enn meira, þá drepur þú okkur öll úr hlátri, einhvern góðan veðurdag.  (DÚH... sbr. Kristjönu)

Anna Einarsdóttir, 21.9.2007 kl. 10:15

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 21.9.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband