18.9.2007 | 12:15
Hrollvekjandi Stjörnuspá?
"Steingeit: Lengsta ferð sem þú hefur farið í, er ekkert á móts við þá ferð sem bíður þín. Þú mátt búast við töfum í byrjun, en þær hjálpa þér við að verða tilbúinn."
Ekki laust við að maður verði hálf hvumsa yfir stjörnuspánni sinni í dag. Þar sem lengsta ferð að heiman sem ég hef farið fram að þessu voru hundrað og fjórir dagar, líst mér satt best að segja ekkert á þessa spá. Meira að segja búist við töfum í byrjun! Nettur hrollur og sennilega rétt að ganga vel frá öllum sínum málum, ekki seinna en strax, ef ske kynni að ferðalagið næði yfir móðuna miklu. Ekki það að stjörnuspá sé eitthvað til að taka of hátíðlega, en þessi er eitthvað svo ferlega lúmskulega orðuð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hresstu þig við drengur ! Þetta er örugglega ævintýraferð sem varir langa ævi....lífið sjálft. Já og ekki má gleyma smjútsinu.
Anna Einarsdóttir, 18.9.2007 kl. 12:43
Þetta er mjög dularfullt....ég er nýlega komin frá Japan þannig að ekki veit ég hvert ferðinni gæti verið heitið næst..nema að lífið sé að taka nýja stefnu. Hver veit
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 18.9.2007 kl. 12:45
Ú la la, scary stjörnuspá. Mundu að maður tekur bara mark á þeim spám sem manni líkar við
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:12
Já! Ég gæti samið margar hryllingssögur um þessa stjörnuspá....
Vona að þú sofir í nótt
Smjúts
Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:46
Þetta er sennilega 105 daga ferð Halldór minn. Engar áhyggjur.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Kvosinni.
Karl Tómasson, 19.9.2007 kl. 00:05
Er þetta ekki bara reyklausa ferðin?
Smjúts
Edda Agnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:17
Gangi þér vel í ferðalaginu mikla.... bíð spennt eftir að heyra meira
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 18:14
Ég hef kosið að túlka allar mínar stjörnuspár þannig að ég eigi að borða nóg af súkkulaði og drekka fullt af rauðvíni!! Ef viljinn er fyrir hendi má alltaf lesa út úr þeim það sem maður vill.
Hugarfluga, 19.9.2007 kl. 19:51
Rann upp fyrir mér í kvöld á leið til Egilsstaða, með flugvél, að stjörnuspáin væri frá því í gær, en.......djöfull var ég feginn þegar hurðin opnaðist og ég gekk heill frá borði. Undarlegur andskoti annars, að detta í þunglyndi og depurð yfir ekki merkilegri hlut en óttalega orðaðri stjörnuspá. Sjúkket......Norðfjörður á morgun, en svo er flugið eftir til baka og enn er þessi spá ekki dottin úr kollinum á manni. Ef illa fer, er öllum bent á að láta góðgerðarfélög njóta góðs af því. Félag örvhentra keiluspilara er til dæmis ansi fjárþurfi þessa dagana. "Smjúts" á alla.
Halldór Egill Guðnason, 19.9.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.