14.9.2007 | 14:34
Ljóstýra í myrkrinu?
Mikið gleður þessi frétt reykingafíkilinn mig. Er ötull bruðningsmaður grænmetis svo eitthvað ætti maður að vera í minni hættu samkvæmt þessu að fá einhverja óværu af þessum annars leiða ávana. Einhverntímann las ég að fiskur hjálpaði einnig um einhver prósent og gott ef ekki dash af rauðvíni, svona í hæfilegu magni. Er nokkkuð annað en að leyfa reykingar á börunum aftur, ef það er gert að skilyrði að þar séu ævinlega til staðar ávaxta og grænmetiskörfur sem viðskiptavinir hafi greiðan aðgang að? Já eða jafnvel soðin ýsa? "Smjúts" á alla.
Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Athugasemdir
Hey ! Þú gleymdir að smjútsa.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 14:41
Nú hljómar pistillinn miklu betur. Þetta er vörumerkið þitt.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 15:04
Fussum svei - komdu frekar með mér í fjallgöngu. Þú getur reykt Salem light.......
smjúts á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 15:16
Halldór minn, drekktu líka mikið af vatni og þá missir þú listina/lystina á rekingum! Ég lofa og tíu fingur upp til ... "Smjúts"!
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 08:28
"reykingum"
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 08:29
HALLDÓR!
Það er algjörlega út úr þínum karakter að reykja. Þá meina ég, skrifin þín, útlitið þitt, áran þín, og bara allt. Þú ert alveg að fara hætta ekki satt?
Smjúts
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.9.2007 kl. 16:22
Rauðvín, fiskur, grænmeti, allt mjöööggg gott, ég er nú hætt að reykja svo ég verð bara að drepa mig á einhverju öðru.smjúts
Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.