13.9.2007 | 19:08
Viðskiptabankaelítan og "fittararnir".
Ég er sennilega einn af mörgum, já ef ekki vel flestum Íslendingum, sem ekki verður boðið til Rómar eða í mat um helgina af mínum viðskiptabanka. Sosum ekkert nýtt. Yfirleitt talinn frekar þurr á manninn, tuðgjarn þverhaus og háfgerður "partybraker" hvar sem ég kem. Í sjálfu sér ekkert skrýtið þó mér sé ekki boðið. Það sem vekur hins vegar eftirtekt mína við gestafjöldann sem boðið er í þessar "elítuveislur" , bæði hér heima og eins úti í hinni gullfallegu Róm, er nokkuð sem ég vissi svosum fyrir.: Það eru ekki nema rétt um tvö hundruð manns sem skipta einhverju máli hér á landi, þannig lagað séð út frá arðsemissjónarmiðum bankanna tveggja sem nú splæsa svona myndarlega. Fyrir okkur hin hefur það helst verið í boði bankanna að einn og einn, annars steindauður dagur, í Húsdýra og Fjölskyldugarðinum hefur staðið okkur til boða, já og að sjálfsögðu "smá" vaxtahækkun svona annað veifið, stórhækkuð þjónustugjöld og önnur dægradvöl sem sjálfsagt telst að hella yfir svona nauðaómerkileg kvikyndi sem mig og mína líka. Óska ég "elítunni" flestallri góðrar ferðar til Rómar og þeim sem KB banki tímdi ekki að fara með lengra en niður að höfn í mat, góðrar helgar og ánægjulegra timburmenna. Hvaðan ætli annars peningarnir komi í þetta allt saman? Hvað veit ég svosem um það, ávallt á fittinu eða hálf eða algerlega gjaldþrota?......."Smjúts" á alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Halldór minn ég tek þig bara með þegar mér verður næst boðið,
Ég er Vörðufélagi, og fæ oft ýmiskonar boð, síðast minnir mig á Völlinn, kanski varð þá í Höllina þegar strákarnir okkar voru að spila, man það eikki. Svo er Landsbankahlaupið opið öllum, bæði konum og köllum.
En Halldór, við eigum ekki að vera á fittinu, við eigum bara að vera fit
Smjúts, smjúts
Veistu að ég er svo sammála þér að mér verður næstum flökurt, það er svo erfitt að vera áminntur um leiðindin
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.9.2007 kl. 20:08
ójá minnir mig á það.....
.....boðskortið mitt hlýtur að hafa misfarist í pósti!!!!
Hverju ætti ég að pakka?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 20:49
Bara bíða þar til maður verður sjötugur.... þá fær maður rosalega fín glös í afmælisgjöf a.m.k. ef maður er í Landsbankanum. Einn sem ég þekki fékk pakka þrisvar sinnum (kannski átti hann þrjá reikninga í bankanum???) - alltaf það sama - sem var fínt því þá átti hann sex glös...
Róm - er ekki bara páfainn og einhverjir aðrir gamlir karlar sem búa þar...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:54
Marta B Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 22:52
"By the way" Fékk í sumar umslag sem sennilega hefur átt að vera milli kjarnorkuvera einhversstaðar í Rússlandi, en.......út úr því skreið hanski......og ég er svo þakklátur að ég er ennþá að grenja....bankinn minn......bankinn minn.....ó ..eg er svo ..........."Fuck jú bankinn minn og slepptu svona andskotans glingri"!!!!!! "Thats how I feel"
Halldór Egill Guðnason, 13.9.2007 kl. 23:15
Ferð á kostum Halldór..... "partybraker"????
Þú hlýtur þá að hafa verið á lyfjum í okkar partýi
Arnfinnur Bragason, 13.9.2007 kl. 23:26
það var einmitt þetta orð, Arnfinnur, sem ég var að leita að um hann Halldór, partybraker... mikið djöfull eru þeir skemmtilegir...
Brattur, 14.9.2007 kl. 07:18
Iss Halldór.... bankaliðinu er bara ekkert boðið í Tattoo-veislu.... og þær eru sko 850 sinnum skemmtilegri en Rómarferðir.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.