Er sómi að þessu Mbl.is?

Klukkan er 1907, 11. september 2007. Skelfileg frétt er sett á MBL.IS. Enn eitt banaslysið í umferðinni. Vettvangur slyssins við Selfoss. Klukkan 1937 er komin mynd af öðrum bílnum sem lendir í þessu skelfilega slysi. Bíllinn sem sá látni ók. Suðurlandsvegur enn lokaður og enn er lögregla og rannsóknarlið á vettvangi. Myndin af bílnum það skýr að hver sem hugsanlega veit eitthvað um bíla, eða það sem verra er, þekkir þennan bíl, veit og sér hvað hefur gerst. Útilokað að búið sé að hafa samband við alla nánustu aðstandendur á þessum tímapunkti. Mbl.is fyrst með fréttirnar? Má vera. Ef þetta er ykkar sýn á "vandaðri"fréttamennsku, held ég að eitthvað sé orðið verulega brenglað hjá ykkur þarna á Mbl.is. Er kannski amerískur "skiptifréttamaður" í heimsókn á Mbl.is, eða eru þeir sem setja inn fréttir hjá ykkur svona gersamlega út úr öllum kortum, þegar kemur að tillitsseminni?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ æ.... Halldór minn... þetta er skelfilegt að lesa.   Risaknús frá mér.

Anna Einarsdóttir, 11.9.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj karlinn minn, ég bloggaði einmitt um þetta líka. Þetta er svo hroðalega ósmekklegt !

Ragnheiður , 11.9.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er andstyggð þegar svona skyndifréttamennska klúðrast út yfir allt velsæmi Stundum er eins og einungis heilalausir fæðingarhálfvitar veljist í störf fréttamanna

Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er frekar ósmekklegt hjá þeim.

Huld S. Ringsted, 12.9.2007 kl. 06:48

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Óþolandi virðingaleysi en til afsökunar Mbl ber að færa til, að afar sjaldgæft er, að svona gerist hjá þeim.

vonandi verður þeim þetta að lexíu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.9.2007 kl. 10:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega og bíllinn var á austurleið sem þýðir að það eru miklu meiri líkur á að einhver þekki bílinn af myndinn.

Þetta er svo mikill óþarfi. Slæmar fréttir berast alveg nógu fljótt þó þetta bætist ekki við.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 10:31

7 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Skömm af þessum fréttaflutingi

Arnfinnur Bragason, 12.9.2007 kl. 11:48

8 Smámynd: halkatla

ósmekklegt og siðlaust, ég fæ alveg sting í hjartað yfir svona vinnubrögðum. gott hjá þér að blogga um þetta!

halkatla, 12.9.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...spurning til þín hjá félaga Bratti 

Marta B Helgadóttir, 12.9.2007 kl. 20:08

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þoli ekki svona, ég var ferlega pirruð.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 22:21

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég varð dáldið hugsi yfir þessu líka.  

Edda Agnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:33

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ditto

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.9.2007 kl. 22:42

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að upphaflega var þessi færsla hjá mér hlaðin stóryrðum og bölvi, sem ég taldi mig í fullum rétti að setja fram. Ég bölvaði því fólki sem setti myndir af vettvangi á netið meðan enn var verið að vinna þar og viðhafði ég stór og ljót orð. Ástæðan var einföld.: Góður vinur minn á nákvæmlega eins bifreið og sýnd var í fréttinni og ég brást við í hálfgerðu sjokki. Seinna kom í ljós að þetta var ekki hans bifreið og er það ástæða þess að ég strokaði út hluta af upphaflegu færslunni. Eftir stendur samt, að MBL.IS átti ekkert með það að byrta myndir af slysstað meðan enn var ekki einu sinni búið að hafa samband við ættingja þess er lést í þessu skelfilega slysi. Afsakið, en færslan stendur því að þessu slepptu. HEG

Halldór Egill Guðnason, 13.9.2007 kl. 19:25

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér - ennþá!!

Smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband