10.9.2007 | 12:41
Útskýring á auðskildum fjárflækjuviðskiptum fyrir almenning.
Bull Group hefur keypt allt hlutafé í Tjarnarhólma ehf, sem á talsverðan hlut í Byggingamiðstöðinni. Bringusund ehf átti verulegan hlut í Tjarnarhólma, Kommon ehf átti lítilsháttar og Göngustafir ehf átti svipað í Tjarnarhólma en Bull group átti fyrir hér um bil helming í Tjarnarhólma. Í síðustu viku keypti Skrítnir umtalsvert í Byggingamiðstöðinni af nokkrum helstu hluthöfunum í félaginu, þar á meðal þeim sem mest áttu. Þá kom fram í tilkynningu frá Skrítni til kauphallar BMX á Íslandi að bankinn hyggðist selja alla gommuna til hóps fjárflækja og væru viðræður þegar hafnar. Bull Group hefur selt Sólon ehf hrikalega marga hluti í Bull Group á uppsprengdu verði, en salan er liður í uppgjöri á kaupum í hlutafé Tjarnarhólma ehf. Göngustafir og Kommon eiga hlutaféð í Sólon að jöfnu. Steini stuð er eigandi Göngustafa og Maggi Batman er eigandi Kommon ehf. Maggi Batman er stýrimaður Kommon ehf. Beikon ehf er eigandi milljóna hluta í Bull Group og Matareitrun Invest ehf er eigandi að eitthvað svipuðu í Bull Group. Maggi og Steini eiga síðan þriðjung hvor í Beikon og Matareitrun Invest, samkvæmt tilkynningu.
Þar með er lokið einfaldri upplistun á hversdagslegu fjárflækjakjaftæði á BMX markaðnum Íslenska. Við, meðalkvikyndin sitjum eftir gapandi af undrun yfir stórfenglegri snilli þessara fjárflækja allra saman.
FL Group eignast 37,57% í TM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Aldeilis samsuða þetta. En svona er þetta ábyggilega.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 13:00
Nú líkar mér við þig félagi, farinn að tuða og það ekkert smá. Skil bara ekkert hvað þú ert að tuða út af fjármálamarkaðnum, eins opinn og auðskilinn sem hann er
Arnfinnur Bragason, 10.9.2007 kl. 13:04
Bull Group ? Ég á það !! Svo nú á ég Tjarnarhólma alein og fullt af öðru.... en þarf að lesa þetta nokkrum sinnum svo ég átti mig á eignarhlut mínum. Kærar þakkir Halldór snillingur.
Anna Einarsdóttir, 10.9.2007 kl. 14:01
já já - þú misstir mig strax i fyrstu málsgrein.......
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 15:02
Ha? Gætirðu skrifað þetta hægar svo ég skilji?
Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 18:48
Já, en ég á seðlabankann og Dabbi er frændi minn í sjöunda
Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2007 kl. 22:32
Arnfinnur.: Jes, nú er maður að komast í gírinn kallinn minn. Takk aftur fyrir matinn. Anna.: Bullið er komið á markað Anna og ekkert sem venjulegur hluthafi getur gert lengur, eins og vaninn er. Þetta er allt undir "þvagfjárfestunum" komið. Íslensk Erfðagreining er að reyna að kortleggja fyrirtækja og einkahagsmunaplottið, en gengur hægt. Ekkert forrit sem ræður við svona endemis rugl. Þeir lofa niðurstsöðum seint í viku 48. Hrönn.: Fyrirgefðu kæra Hrönn. Var alveg búinn að gleyma þessu með erfiðu orðin. Sendi inn hljóðsnældu næst. Hugarfluga.: L e s a h æ g a r , l e s a h æ g a r. Imba og Ægir.: Tatto verður heitasta nafnið áður en við náum að snúa okkur kvarthring, en............fer aldrei á markað. Enginn getur verðlagt það sem við höfum stofnað. Á maður svo ekki að segja "smjúts"?... ( get ekki sent "emotions" merki úr þessari tölvu.
Halldór Egill Guðnason, 10.9.2007 kl. 23:55
Hahahaha .. ekki drepa mig úr hlátri Halldór ..
Smjúts
Anna Einarsdóttir, 11.9.2007 kl. 00:00
Þessi texti er frábær Ertu varinn af höfundarrétti. Ég er nú bara að spá í hvort ég fæ textann lánaðan fyrir árshátíðina ... æþúveistumþaðbilhvar
Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 02:22
smjúts!* (er sko að læra fyrir próf...)
Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 02:23
hahahahah þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 08:17
Marta.: Þetta er algerlega óvarinn texti gagnvart höfundarrétti, enda léttruglaður og ótækur sem slíkur. Notist því eftir þörfum. Fæ bara tár í augun.........ætlar virkilega einhver að hafa eitthvað eftir mér....sniff...og "Smjúts"
Halldór Egill Guðnason, 11.9.2007 kl. 10:46
Smjútsreglan!!!!!!!!!!!!!!!!
Orðið er fundið, Bravó
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2007 kl. 13:02
Mér finnst textinn enn betri í dag heldur en hann var í próflestrinum í nótt.
Já, ef ég nota hann (9.nóv...) þá læt ég þig vita áður, og auðvitað hef ég þetta eftir þér!
Húmorinn þinn er snilld
Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.