Hunnebek og GT- Lögbrjótar sem sleppa?

Ef niðurstaðan verður sú að starfsemi þessara fyrirtækja verði ekki stöðvuð, er komið ákveðið fordæmi, sem erfitt getur reynst að bregast við. Að fyrirtæki komist upp með svona lagað og að það "uppgötvist ekki" fyrr en tugir manna liggja slaðasaðir uppá heiðum í bremsulausri rútu, er með hreinum ólíkindum. Með því að sleppa þeim með skrekkinn og loforðum um bætta framkomu er eingöngu verið að kynda undir enn meira svínari. Lögbrotið hefur þegar verið framið og það sem meira er, viðgengist mánuðum saman. Að íslenskir verktakar ,eins og Arnarfell í þessu tilfelli, geti fríað sig allri ábyrgð á sínum undirverktökum, er einnig umhugsunarvert og býður beinlínis upp á þetta. Sinnuleysi og ekki síst doði og ráðleysi hafa einkennt þessi mál. Allir hafa vitað af þessu allan tímann, en enginn gerir neitt. 
mbl.is Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Halldór, þetta er gjörsamlega óskiljanlegt og algjör aumingjadómur í þeim sem þessu eiga að stjórna... ég bara skil alls ekki af hverju svona er ekki stöðvað og það í hvelli...

Brattur, 6.9.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála síðasta ræðumanni!!

Er að lesa Blóðberg, eftir Ævar Örn, þar er komið ansi vel inn á allt þetta sem er svo að tínast inn í fréttir, bæði núna og undanfarið

Merkilegt!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Halldór.

Í mínum huga ert þú ekki tuðari, heldur skeleggur, réttsýnn og skemmtilegur penni.

Næsti fundur hjá okkur er á mánudaginn og vertu hjartanlega velkominn.

Bestu kveðjur úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... ætla bara að viðurkenna fáfræði mína í þessu

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er reyndar MJÖG fróð um þessi mál....... það er gjarnan leitað til mín þegar menn vilja leiðbeiningar um pappírsvinnu í kringum erlenda menn...... pappírsvinnu sem er ærin.  En sjálfsögð skylda hvers fyrirtækis sem hefur erlent vinnuafl.

Anna Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var að senda bloggvinabeiðni, við erum í klúbb saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:40

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jú jú jú þú ert hrikalegur tuðari - ekki hlusta á KT

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 22:06

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var að skoða myndirnar þínar. Er Miðengi í Grímsnesi?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 10:29

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kommonn Halldór, voru þetta ekki útlendingar?

Fyrirgefðu, þetta er ekki fyndið, ég er þér hjartanlega sammála, en því miður er siðblindan ríkjandi hjá þeim sem þessum málum stjórna.

Þeir klappa, á meðan þeim er klappað. 

Takk annars fyrir síðast! Ógleymanlegt! 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 16:35

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mið engi er í Grímsnesi Hrönn. Takk sömuleiðis Ingibjörg. Þetta var alsveg stórskemmtilegt.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband