SíminnH/F, þriðja kynslóð farsíma og auglýsingar.

Sá auglýsingu frá Símanum í kvöld um möguleika "þriðju kynslóðar farsíma". Var þar gert "létt" grín að síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists og lagt út af því að Júdas var ekki mættur í mat. Jesús hringdi í hann úr nýja farsímanum og fékk samband með mynd við Júdas þar sem hann tekur við silfurpeningunum. Ákaflega "sniðugt" og eflaust margir sem hlægja að þessu. Mér var hins vegar ekki skemmt og verð að segja að tuðarahjartað missti úr nokkur slög við að horfa á þetta. Auglýsingin toppuð í lokin með því að halda því fram að Síminn "Breytti gangi sögunnar"? Má vel vera að þetta sé bölvað argasans tuð í gömlum þverhaus, en er ekkert orðið svo mikils sem nokkurs virði lengur, að ekki megi andskotast með það að vild í nafni frjálsrar samkeppni og gróðavonar? Virkilega "flott" hjá Símanum, eða hitt þó heldur. Ekki nóg með að þetta fyrirtæki sem VIÐ áttum, hafi verið selt gróðapungum, heldur haga eigendur sér eins og andskotans fífl í markaðssetningunni. Brynjólfur Bjarnason og co.: Skammist ykkar, ef það fyrirbæri finnst þá lengur í ykkar orðabókum!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 3.9.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég sá ekki auglýsinguna Halldór en er samt alveg drullufúl. 

"Þú skalt ekki leggja nafn Guðs við hégóma"...... þarna er verið að brjóta boðorð.

Anna Einarsdóttir, 3.9.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Brattur

Halldór, þrusu ræða... alveg sammála þér...

Brattur, 3.9.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Sammála því að þetta var nú ekki smekklegt, en þetta eru nákvæmlega viðbrögðin sem þeir voru að sækjast eftir. Að sjokkera og fá fólk til að ræða auglýsinguna sem mest......þá er tilganginum náð.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 4.9.2007 kl. 09:05

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir það. Ósmekkleg auglýsing,Síminn þarf ekki að fara niður á þennan smekkleysislevel í sínum auglýsingum til að ná athygli fólks  (...eins og örvæntingarfullir Pzzaveitingahússeigendur!)

Marta B Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 09:10

6 identicon

tja... nú bara veit ég ekki hvort að ég geti verið sammála.. vona að ég sé þá ekki útskúfuð fyrir vikið.. hmmm.. Sko skapaði ekki Guð húmorinn líka eins og allt hitt? Þarna í auglýsingunni er ekki verið beint að meiða einhvern og þeir eru ennþá ekki farnir að segja Guðsorð í boði Símans - Síminn.is í hjarta Guðs.. en ef það gerist þá skal ég fara og klippa allar rafmagnssnúru í símahúsinu.. og steikja egg ofan á hausnum á þessum Brynjólfi..

Björg F (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:51

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var líka SÍMINN sem sendi mér sms á jóladagsmorgun.  Sem ég segi....... EKKERT HEILAGT. 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:28

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:29

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég verð nú að segja eins og Björg - og kannski verður mér bara hent út fyrir vikið, en ég stofna þá bara klúbb hinna óvinsælu bloggara með henni......

Mér finnst þessi auglýsing góð. Ég flissa alltaf dálítið yfir henni. Fyrst af því að mér fannst hún fyndin. Núna vegna þess hve marga hún pirrar......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 11:38

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Björg og Hrönn.: "Freedom of speach", "freedom of speach"! Sitt sýnist hverjum og það er hið besta mál. Hér er enginn sektaður né hent út

Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 12:10

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...  kynningarefni og ímyndarstarf er mitt fag, mér finnst hún smekklaus þessi auglýsing og óþarfi að ögra því sem er heilagt fyrir allflestu fólki.

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 22:24

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

siminn hefur efni á því að fara aðrar leiðir að markmiðum sínum

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 22:26

13 Smámynd: Hugarfluga

Vá, hvað ég er sammála. Fæ nettan hroll yfir þessu öllusaman og er alvarlega að spá í að segja heimasíma og neti upp hjá þeim, þó ég sé tiltölulega nýbúin að færa mig. Asnar.

Hugarfluga, 7.9.2007 kl. 22:35

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

ÉG SAKNA PÓSTS OG SÍMA

þeim er ekkert heilagt.  OK. mér fannst páskasena þeirra Spaugstofumanna fyndin, og ekki síður harmakvein þeirra sem ekki sáu húmorinn við senuna.  Hvað fannst ykkur?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband