24.8.2007 | 16:31
Bakkafjöruhöfn-feigðarflan?
Verður ný höfn í Bakkafjöru bara ekki til þess að æ færri skip komi til Vestmannaeyja og þar með dragi enn frekar úr umsvifum í bæjarfélaginu? Þokkalegar mótvægisaðgerðir það, eða hitt þó heldur! Á kannski að banna öðrum skipum en ferjunni að nota aðstöðuna?Hefur bæjarstjórnin og þeir sem fylgjandi eru þessari Bakkafjörulausn eitthvað spáð í þann vinkil? Það er hverjum manni ljóst sem eitthvað þekkir til á Bakkafjörusvæðinu og reyndar með öllum söndunum sunnanlands, að hafnargerð á þessu svæði er ekki einfalt mál og kostnaðurinn verður gríðarlegur. Persónulega tel ég þetta feigðarflan og nær að bæta þjónustuna með öðrum hætti. Nýjan Herjólf eða fleiri ferðir ( sem reyndar er alveg með ólíkindum að þurfi að vera að pexa um, svo sjálfsagt sem það er)
Vilja að framkvæmdum við ferjuhöfn í Bakkafjöru verði flýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
Ertu nú farinn að pexa líka ? Geturðu ekki látið tuðið nægja.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 17:44
Halldór ert þú ættaður af Bakkafjörum?
Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:07
Sæll, nú er bókalistinn tilbúinn a siðunni minni.
Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.