Púströra"töffarar" og lögguleysi í Mosó.

Það er orðin einhver lenska hjá ungum drengjum og seinþroska körlum, að halda það að svert púströr á bíl, sem fretar og prumpar með óbærilegum hávaða, sé flott. Aka síðan hundrað sinnum sama hringinn um bæinn, svona tl að vera vissir um að allir sjá hvílíkar mannvitsbrekkur séu þar á ferðinni  og geti dáðst að "snilld" þeirra. Hér í Mosó eru nokkrir seinþroska menn og drengir  sem bruna um götur, flestir á ólöglegum hraða og sumir eins og fávitar á öðru hundraðinu. Fyrir skömmu ofbauð mér þessi andsk..... hávaði og og ofsaakstur og hringdi í 112- Neyðarlínuna til að tlkynna ofsaakstur framhjá mínu húsi. YO-117 vínrauð Honda drusla með sex tommu púströr og heiladauðan ökumann innanborðs var þar á ferð. Fékk fljótt samband og allt í lagi með það. Svörin sem ég fékk komu mér hins vegar ansi mikið á óvart.: Engin lögregla á svæðinu og ekki einu sinni í Grafarvogi. Semsagt 20-30.000 manns án lögreglu. Ástæðan, jú, það hafði orðið slys í Kjósinni og allt tiltækt lið þar. Grunar að púströra"töffararnir" viti af þessu og nýti sér í botn. Ég spurði hvort ekki væri hægt að hafa samband við einhvern á lögreglustöðinni hér í Mosó og fékk að vita að það væri ausótt mál. En.........það er bara opið milli átta og fjögur ( eða níu til fimm) og lokað um helgar!!!!! Þar sem komið var fram yfir lokunartíma lögreglunnar sat ég eftir með sárt ennið og mátti horfa á fávitann á Honda druslunni halda uppteknum hætti. Þetta er sem sagt kallað "að gera lögregluna meira sýnilega og færa hana meira út í hverfin" Endar sennilega með því að maður þarf sjálfur að gera eitthvað, ef þetta heldur svona áfram. Eftir samtalið við 112 hélt ég á símanum og horfði bara á hann. Bíddu, var ég ekki örugglega að hringja í 112, eða var þetta kannski bara klukkan eða  118? Er enn að spá í hvorn staðinn ég hringdi á. Getur verið að Spaugstofan sé með þriggja stafa símanúmer? Upplýsingar óskast um það nú þegar.Angry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég get hugsað mér að tuða mér þér núna.

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, maður getur orðið ansi "grumpy" stundum og haft fullt tilefni til að tuða út um eyrun á sér Vill til að í Mosó er yfirleitt flest með kyrrum kjörum, en fariða bara kolað að þetta gangi ma ma ma ma baráekkiorð

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Löggudruslur, nenna ekki að vinna. 

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Löggurnar eru fínar. Yfirvaldið anna yfirvaldið er bölvuð drusla

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó ! Ég er misheppnaður tuðari.

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Get bætt við námskeiði í tuði á skákmótinu

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta verður lengsta skákmót sögunnar.

Anna Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 00:03

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þarf ekki eitthvað að fara að huga að undirbúningi?

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2007 kl. 00:24

9 Smámynd: Halla Rut

Ég held að lögreglan ætti aðeins að fara að endurskoða sjálfan sig og spyrja sig til hvers hún er. Mér sýnist svo að hún farin að líta á sig sem of merkilega til að "þjóna almenningi".  

Halla Rut , 3.8.2007 kl. 02:25

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

O hvað ég skil þig vel með þessi prumpurassgöt.

Edda Agnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:52

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Æ mér finnst ekkert gaman að svona prumi - það er alltaf eins og bæjarstjórinn í Kóp sé að tala þegar þetta byrjar 

Marta B Helgadóttir, 3.8.2007 kl. 21:16

12 identicon

Sjaldan hef ég verið jafn sammála þér og núna. 'Eg gjörsamlega þoli ekki þessa andsk. djö... hálvita.. ég bý á kleppsveg og það eru ófáar næturnar sem þessir aumingja drullupollar halda fyrir manni vöku með þessu ljóta druslutæki sínu.. hvaða barnabjálfar eru þetta eiginlega... hvaða ´jógúrtdrulla er þarna í toppstykkinu á þeim.. arrrgg.. ég verð svo pirruð þegar ég hugsa út í þessa smáþroskuðu horslána.. ætla að blogga um þetta líka einn dag...

Björg F (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband