30.7.2007 | 23:25
"Bullshitorette"
Mikið er maður orðinn gamall og leiðinlegur, þegar manni finnst þessi frétt verri en engin. Hvað ætli sjónvarpsstöðvar hér á landi komist upp með að sýna þetta ótrúlega andsk..... rugl lengi og blöðin að fjalla um það, án þess kaupendur fari að kvarta? Blekið sem fór í að prenta þessa ekkifrétt hefði betur verið notað í eitthvað annað. Til dæmis matarmiða eða utan á hveitisekki fyrir sveltandi fólk, eða eitthvað þaðan af meira "important". Þeim fer óðum fækkandi fjölmiðlunum sem tuðara og þverhaus eins og mér dettur í hug að kaupa. Svona rusl er hægt að fá fyrir ekki neitt út um allt og jaðrar við að vera móðgun að þurfa að svo mikið sem sjá svona fyrirsagnir í miðlum sem greitt er fyrir. Hvar er kvennahreyfingin og jafnréttisforkólfarnir? Er þetta ekki að misbjóða neinum nema mér? Sennilega ekki, enda bara tuð í mér að vanda. Blessað barnið hlýtur að verða skýrt Bullshitorette, eða dettur einhverjum eitthvað annað betra nafn í hug? Lýsi hér með eftir tilllögum.
Fyrsta Bachelorette barnið fætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað hvaða tuð er þetta, fannst þér hún Trista ekki sæt? Hún er allavega sú eina sem mar man eitthvað eftir, enda fékk hún að vera tvisvar eða solleiðis.
Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:32
Nú verð ég mér til skammar eina ferðina enn.
Mér fannst Bachelor skemmtilegt.
Til að reyna að bæta fyrir brot mitt, af veikum mætti, þá hef ég svo gaman af mannlegri hegðun og það var nóg af allskonar furðulegri hegðun í þessum þáttum.
Er mér fyrirgefið ?
Barnið á að heita....... hvort er það strákur eða stelpa ?
Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:40
Anna............
Halldór Egill Guðnason, 30.7.2007 kl. 23:42
Ó !
Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:47
Þetta var gott hjá þér Anna mín Standa við sitt og leyfa þessu kvenlega að koma fram! Hí hí hí
Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:51
Þetta er strákur og hann gæti heitið Max-trist, þá er hann komin með nöfn beggja foreldranna og uppfyllir væntanlega hugmyndir Halldórs um mýtuna
Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:54
Edda vinkona mín.
Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:57
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2007 kl. 01:06
Maxwell Alston Sutter ER þetta ekki nafnið á barninu??
Mamman heitir Trista og pabbinn Ryan
Sandra Dís, 31.7.2007 kl. 08:24
Hvað þýðir þetta merki hjá prestinum ?
Er ekki æskilegt að beljur skíti á síðuna þína Halldór ?
Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 12:59
Veit það ekki Anna. Getur verið að þetta sé mynd af barninu?
Halldór Egill Guðnason, 31.7.2007 kl. 15:21
Hahahahaha Kjáni !
Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.