Símasamband(sleysi)

Á ferðalagi mínu um Reykhólasveit, Barðaströnd og víðar, fyrr í vikunni varð ég illa var við það, hve háður maður er orðinn farsímanum og því að geta verið í "sambandi" sinkt og heilagt. Ekki það að nein neyð steðjaði að, heldur hitt að vita til þess að ef ske kynni að eitthvað óvænt kæmi uppá, væru manni allra bjargir bannaðar, svona símalega séð. Undarlegt að frá Búðardal, víða í Reykhólasveit og öðrum stöðum skuli ekki vera neitt símasamband. Árið er jú 2007, eða er það ekki annars? Léleg þjónusta hjá símafyrirtækjunum, svo ekki sé meira sagt. Ef maður vill ekki láta ná í sig í síma slekkur maður einfaldlega á honum. Að það sé svo "dásamlegt" að geta ekki hringt eða látið hringja í sig er ég sennilega of tæpur til að skilja eða sjá rómantíkina í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Spaugilegt hvað Íslendingurinn er orðin háður farsímanum sínum.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þetta er undarlegt með símann - en svona er þetta líka víða með útvarpið það heyrist ekki í því eða það heyrist ílla, hvað þá með sjónvarpið fólk hefur ekkert val og svo sést ennþá ílla á mörgum stöðum í RUV.

Edda Agnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

ring ring riiiiiiinnnng ring ring (stutt stutt löng stutt stutt).

Anna Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:14

4 identicon

Þú hafðir svo gott af þessu símaleysi að það er ekki einu sinni fyndið.. ættir að gera meira af svoleiðis löguðu :D

Björg F (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

góðir punktar...og nei, ég sé heldur ekki rómantíkina í að vera með slökkt á símanum...er meira svona "silent" týpa..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 30.7.2007 kl. 21:05

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skemmtilegt að þeir skyldu fjalla um nákvæmlega það sem ég tuðaði um í sjónvarpsfréttunum!! Trúi því í barnslegri tuðaraeinlægni að röflið í mér hafi haft eitthvað að segja um það.

Halldór Egill Guðnason, 31.7.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband