7.7.2007 | 00:23
Glæsikerran beltalaus?
Eitthvað var forseti vor utan við sig í prufutúrnum á nýja glæsilega forsetabílnum. Hann var ekki með beltið spennt! Sælubrosið ósvikið og sennilega bara gleymt því. Bíllin hinn glæsilegasti, en mér er spurn.: Hversu umhverfisvænt er framleiðsluferlið á svona sjálfrennireið?
Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lexus gerir allt sem þeir geta til að gera framleiðsluna sem umhverfisvænasta en því miður er tæknin við framleiðslu rafhlaðanna ekki mjög umhverfisvæn og því er þessi bíll ekki umhverfisvænni en meðalbíllinn. Kostirnir við bílinn liggja því í því að það skuli vera hægt að keyra hann án mengunar þegar hægt er ekið og að í stað enn stærri vélar er rafmagnsmótor sem eykur aflið. Þetta er jú lúxusbíll.
Jóhann, 7.7.2007 kl. 09:23
hann er umhverfisvænni en aðrir lúxusbílar en mengar meira en meðalbíllinn....
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.