28.6.2007 | 15:55
Sundskór, Disney World og garðhrífur?
Vonandi að þessum farsa fari nú að ljúka. Það er komið sumar og tími til að hætta þessari vitleysu. Tugir milljóna í málskostnað og þetta er afraksturinn. Miðar í Disney World, sandalar og garðáhöld!Þarf ekki eitthvað að taka til í efbahagsbrotadeildinni og hjá ákæruvaldinu? Maður bara spyr.
Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En finnst þér ekert ósangjarnt að Jón Ásgeir hafi sloppið skott frí þegar hinir eru sakfelldir?
Eva Þorsteinsdóttir, 28.6.2007 kl. 16:26
Þetta er ekki búið enn. Hæstiréttur er eftir....aftur. Around and around.....
Halldór Egill Guðnason, 28.6.2007 kl. 16:29
Og hvað þarf að "taka til" hjá efnahagsbrotadeild eins og þú segir? Eða hjá ákværuvaldinu? Geturðu útskýrt það eitthvað nánar?
Helgi Eiríkur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:33
Ef menn eru svona vissir um sök sakborninganna og telja sannað að framin voru lögbrot, hvers vegna þá þessi reikistefna árum saman um að klára málið, ef þetta er allt svona borðleggjandi? Ekki annað hægt en að draga þá ályktun að illa hafi verið staðið að sakfellingu og málatilbúnaði í þessu blessaða máli frá upphafi til enda. Ja...enda? Þetta er ekki búið enn! Einn hringur í viðbót i Hæstarétti, takk fyrir. Sumrinu reddað hjá fjölmiðlunum!
Halldór Egill Guðnason, 28.6.2007 kl. 16:38
Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta sem þú varst að skrifa en ég get reynt að geta í eyðurnar.
Finnst þér semsagt afskaplega undarlegt að menn séu sýknaðir í rétti? Handhafar ákæruvalds hafa ekki dómsvald svo að það sé á hreinu. Og hvað meinarðu að allt sé svona borðleggjandi? Hvað þýðir eiginlega þessi setning: " Ef menn eru svona vissir um sök sakborninganna og telja sannað að framin voru lögbrot, hvers vegna þá þessi reikistefna árum saman um að klára málið, ef þetta er allt svona borðleggjandi?"
Væntanlega er ákæruvaldið nokkuð visst um það að mennirnir væru sekir því annars hefðu þeir ekki verið ákærðir. Og vissir um það að þeir yrðu sakfelldir, sem þeir voru síðan.
Og hvað meinarðu síðan með að illa hafi verið staðið að sakfellingu og málatilbúnaði. Hvað var að sakfellingunni? Eða málatilbúnaði ákæruvaldsins? Það er ekki sami aðilinn sem ákærir og sakfellir, vonandi áttar þú þig á því.
Og hvað er að því að hafa hæstarétt? Ertu að mæla fyrir því að það verði bara eitt dómstig í landinu?
Ég skil bara varla bofs í því sem þú ert að reyna að segja.
Þess vegna bið ég þig um að skýra málið þitt betur svo einhver vitræn rökræða geti farið fram.
Helgi Eiríkur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 16:55
Það bara átti aldrei að fara út í málið ef menn voru ekki með sterkari gögn en raun bar vitni, saksóknari á að vera dómbær á hvort mál sé líklegt að halda fyrir rétti og ekki ana út í rándýr málaferli ef mikill vafi er á að fá sakfellingu... sem mér sýnist að hafa verið í þessu máli
Málið er hið klaufalegasta frá a-ö
P.S Ekki koma með eitthvað sem krefst þess að ég fari að útskýra mitt mál til mergjar... svona leit málið út fyrir mér nánast frá byrjun, ef þú ert ekki happy með það sem ég segi hér þá er það þitt vandamál!
DoctorE (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 19:46
Ég stóð í þeirri trú að ekki mætti sækja menn til saka nema einu sinni fyrir hvert mál. Er hver einasta bókhaldsfærsla "nýtt mál" ?
Ég er sammála Halldóri.....og bæti við; eru engir ábyrgir fyrir endalausu fjáraustri ákæruvaldsins í nákvæmlega ekki neitt ? Þetta mál er fáránlegt frá upphafi til enda og það ætti einhver, einhvern tíma að taka ábyrgð á klúðrinu og segja af sér. Mín skoðun og hananú !
Anna Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:48
Helgi.: Var einfaldlega að undra mig á því hvers vegna farið var af stað með þessu offorsi, með tilheyrandi kostnaði og þófi fram og til baka í kerfinu. Það ber ótvírætt merki um slæleg vinnubrögð og því spurning hvort ekki sé rétt að endurskoða verklag við þessa hluti. Það er ekki nóg að vera viss. Það þarf að vera hægt að sanna það líka. Akkúrat ekkert að því að menn séu sýknaðir. Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með það. Þetta með Hæstarétt skil ég bara alls ekki hjá þér og hef ekki nefnt einu orði að hér eigi að vera eitt dómsstig. Legg ekkert mat á það hvort mennirnir séu sekir eða saklausir. Það er dómstóla að kveða á um. Kostnaðurinn og vitleysan í kringum þetta allt saman er erfitt að sætta sig við, sérstaklega í ljósi þess að miðar í Disney World, sandalar, garðáhöld og golkylfur var það sem málið á endanum snérist um.
Halldór Egill Guðnason, 28.6.2007 kl. 21:13
Og hverjum er ekki sama um þetta blessaða mál?? what goes around comes around.. margt athyglisverðara sem er að gerast í kringum okkur.. það á ekki að gera fjölmiðlum það til hæfis að velta sér of mikið upp úr þessu.. jæja.. nú ætla ég að sækja norskan vin minn upp á flugvöll.. sína honum íslensku dömurnar í bænum í kvöld og svo förum 3 daga flúðasiglingu.. ... brrrr.. hvað ég hlakka til. Góða helgi
Björg F (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:08
Björg, Doctor-E og Anna.: Góða helgi. Helgi Eiríkur.:, ekki sama helgi og fyrir ykkur hin,.: Ekki gera svoan mikið úr öllu. Enjoy life!!
Halldór Egill Guðnason, 30.6.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.