4.6.2007 | 03:09
Hættulegar rak"vélar".
Mach 2, síðan mach 3 og nú er svo komið að tæpast er hægt að fá annað en mach 5! Semsagt fimm blaða rak"vél". Gott ef ekki var bryddað uppá að kalla þetta "Túrbó" rakstur á einhverjum tímapunkti. Jafnvel hægt að fá þessi ósköp með rafhlöðu sem "víbraði" raksturinn. Er einn af þessum íhaldssömu tuðurum sem héldu að tvöfalda rak"vélin" væri toppurinn og fannst að jafnvel þrjú blöð væru "over the edge". Er svolítið gjarn á að "fresta" rakstri fram að því að ekki verði lengur undan því skorist að raka sig og vil þá bara skafa lýjuna af með sem minnstri fyrirhöfn. Lenti í meiri háttar "krísu" í dag með "Mach 5". Andlitið fullloðið(Enn eitt orðið með þremur ellum) og hugðist skafa hýjunginn af í hvelli. Ekkert annað tól tiltækt en "Mach 5" og afraksturinn eftir því. Stend hér eins og fáviti með rak"vélina" fasta í andlitinu og veit hreinlega ekki hvern árann ég á að gera. Þegar fimm rakblöð eru sett í eina "sköfu" er svo stutt á milli þeirra að ekki er pláss fyrir þriggja daga skegg eða meira. Alblóðugur hef ég sett mér það markmið að kaupa upp alla gamla lagera af "venjulegum" rakvélablöðum. Indland og Rússland verða sennilega fyrst fyrir valinu og síðan tek ég Asíu eins og hún leggur sig.Hef fín sambönd þar víða. Hefur einhver hugsað út í það hvernig er að raka sig með fleiri blöðum en fimm?
P.s. Vél er eitthvað sem snýst. "Rakvél" Jæja, ég geri ekki annað en að tuða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf er búin til þörf fyrir eitthvað nýtt og fullkomnara..... vona að þú náir lagerum sem víðast ;)
Góður bloggur.
Eva Þorsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 03:34
Takk
Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 03:43
(Blæðir enn og maður finnur hvurslags andsk..... asni maðu getur verið....Hilsen.
Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 03:44
Það er bara að fjárfesta sér í einni bleikri Venus rakvél.. bara með tveimur blöðum og afskaplega góð
Björg F (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:43
Fást þær ekki bláar? Ekki kúl fyrir "mtsjóið" að standa ber að ofan fyrir framan spegilinn og skafa úr andlitinu með bleikri Venus.
Halldór Egill Guðnason, 6.6.2007 kl. 00:46
Þú hefur bara gott af smá bleiku...
Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:29
"Guess so"
Halldór Egill Guðnason, 7.6.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.