8.1.2023 | 12:05
Heilsugæslan, gatnakerfið og vel hônnuð skip.
Aumt er í efni þegar sjálfsagðir innviðir samfélagsins geta ekki annað samfélaginu. Hverju þar er helst um að kenna, getur varla verið annað en vanhæfir stjórnendur, stjórnmálamenn, hönnuðir, lélegt skipulag og eftirlit.
Þegar nútíma fiskiskip er hannað og smíðað, er það hannað með það að markmiði að það geti annað álagstoppum. Geti tekið á móti góðum afla og unnið, þegar sem allra best fiskast og jafnvel bætt í, ef svo horfir. Til að svo megi verða, þarf að hanna og skipuleggja rétt hvert einasta atriði og ferli frá upphafi til enda og gera ráð fyrir því að skipið endist jafnvel árum saman með möguleika á topp afköstum, allan tímann. Sé skipinu ekki haldið vel við næst þetta markmið aldrei.
Pólitískir amlóðar allra flokka munu sennilega seint skilja þetta, enda nær nef þeirra og hyggjuvit ekki nema fjögur ár fram í tímann. Þessi fjögur ár nýta því miður of margir þeirra í eigið framapot og hagsmunagæslu, en gleyma því jafnframt fyrir hverja þeir starfa.
Of margir sjúklingar, of margir bílar er viðkvæðið þegar illa hannaðir innviðir bregðast. Gildir þá einu hvort um er að ræða ófærð eða álgstoppa í heilbrigðiskerfinu eða umferðinni. Sveimhuga bjálfar á reiðhjólum og í einhverri borgarlínu, auk rolanna við Austurvöll hafa gjörsamlega skitið upp á bak í öllu tilliti. Svei þeim ruslaralýð!
Fólki fjölgar hér á landi með ógnarhraða, en pólitíkurnar standa í stað, hvort heldur er í borgar eða landsmálunum. Aumlegra samansafn eiginhagsmunaseggja og hugsjónageldra einstaklinga hafa aldrei í sögu lýðveldisins setið stóla ráðamanna, hvort sem er í borgarráði höfuðstaðarins, eða við Austurvöll.
Viljandi nefni ég ekki Alþingi er ég gagnrýni aula, því sú stofnun á ekki skilið að vera bendluð við þennan aumingjahátt og vanrækslu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Allt of margir sjúklingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.