“Stórkostlegur áfangi”?

 Hinn “stórkostlegi árangur”, sem fiskveiðiráðgjöf Hafró hefur skilað, kallar á 4,eitthvað milljarða eyðslu í viðbót við lególand í Hafnarfirði. Í stað þess að eitt stórt og eitt lítið lúið skip liggji við bryggju megnið af árinu, munu nú tvö stór liggja bundin við bryggju, megnið af árinu. Annað sökum lélegs viðhalds og hitt sökum lélegrar hönnunar og viðtekinna byrjunarörðugleika. 

 Fyrstu tvö ár Árna Friðrikssonar, lá hann í slipp í hinum ýmsustu höfnum, meira og minna óvinnufær. Stórkostleg framför í hafrannsóknum kallaður samt. 

 Ekki nokkurn einasta fiskistofn hefur tekist að byggja upp frá árinu 1983, þegar kvótakerfinu var komið á fót, samkvæmt ráðleggingum Hafró. Svo segir a.m.k. Hafró. 

 Ekki nokkur skapaður hlutur bendir til annars en að þessi sólundun á almannafé muni í nokkru breyta þar um, því miður.

 Áfram verða dregnar druslur og hlerar, sem notað var á seinni hluta síðustu aldar. Geggjunin alger, en algerlega í takti við sturlunina sem ráðið hefur ríkjum í kvótaruglinu frá upphafi. 

 Það er lítið að marka niðurstöður Hafró, hvort heldur nýr forstjóri er settur, reiknilíkön leiðrétt, lególand byggt yfir ruglið eða fjögur þúsund og eitthvað milljónum hent út í hafsauga undir þetta gagnslitla batterý.

 Hafró er eins og Íslensk pólitík. Lævís og lipur og frek á fjármagn, föst í exelskýrslu evrópsks reiknilíkans frá bulluseli, með litlum sem engum árangri, en með fullt af fólki í vinnu, sem sleppir ekki sínu svo auðveldlega. 

 Steingeld stofnun.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Stór áfangi í sögu hafrannsókna á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2022 kl. 06:21

2 Smámynd: Snorri Gestsson

Góður!

Snorri Gestsson, 11.4.2022 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband