Umhverfisslys af verstu gerð.

Þetta blessaða Skuggahverfi er ekkert annað en umhvefisslys af verstu gerð. Að girða strandlengjuna af með þessum turnum og byggja síðan lágreistari hús upp í brekkuna er einhvern veginn svo fáránlega vitlaus forgangsröðun að leitun er að öðru eins. Hverfið getur vel orðið glæsilegt, en undarleg að láta hæstu byggingarnar byrgja allt útsýni í þeim húsum sem ofar standa. Hverfið greinilega hannað með það fyrir augum að ekki verði þar nein börn, sem er svosem allt í góðu, en skelfing held ég að það eigi eftir að bera nafn með réttu. Skuggahverfi verður þetta, svo mikið er víst. 
mbl.is Sala að hefjast á nýjum íbúðum í Skuggahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Skugginnn yfirgnæfir allt...... hefðum átt að byrja að pæla í háhýsum aðeins fyrr :)

Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

M,ikið er ég sammála. Og sem rótgróinn Reykvíkingur er ég beinlínis miður mín yfir því hvernig verktökum hefur leyfst að rústa gamla bæinn. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: halkatla

þetta er undarlegt einsog svo margt annað sem á sér stað í þessum málum á Íslandi ég verð svo reið þegar ég hugsa um öll gömlu fallegu húsin svo voru rifin í mínum heimabæ....

halkatla, 1.6.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband