20.3.2022 | 02:05
Sviðin jörð ráðgjafar Hafró.
Nú, tæpum 40 àruma eftir að kvótakerfi var á komið hér á landi, til að byggja upp fiskistofna, er óhætt að segja að við blasi sviðin jörð. Ekki hefur tekist að byggja upp einn einasta fiskistofn á Íslandsmiðum. Þvert á móti blasir við hrun í þeim öllum, samkvæmt Hafró.
Þessi staðreynd ætti að ýta við einhverjum í stjórnsýslunni og á Alþingi, en fátt er um gagnrýni úr þeirri áttinni. Pólitískir amlóðar við Austurvöll eiga það flestir sameiginlegt að hafa ákaflega takmarkað vit, reynslu, eða áhuga á þessari svokölluðu uppbyggingu fiskistofnanna, eða þeirri hörmungarvegferð sem ráðgjöf Hafró hefur af sér leitt. Það spyr enginn neins!
Það er eiginlega ekki annað hægt en að álykta sem svo, að öll svokölluð raðgjöf Hafró í dag og mörg undanfarin ár, sé ekki á nokkurn hátt vísindaleg, heldur sett fram undir járnhæl þeirra sem eiga kvótann. Það má jú ekki rýra verðmæti veðsetninganna, með því að auka við kvóta, því þá fellur veðsetningin og bókfært verðmæti hans, auk þess sem hætta er á að nýjir aðilar geti hafið útgerð.
Ráðgjöf Hafró er stórslys, sem kostað hefur þjóðfélagið tugi, ef ekki hundruði milljarða, frá því kvótakerfinu var komið á. Kvótakerfi sem fengið hefur að viðgangast árum saman, sökum doða stjórnvalda og aumingjaháttar þeirra sem kosnir hafa verið til starfa við Alþingi. Ekki hægt að draga aðra ályktun af þeim doða og aumingjahætti aðra en þá, að þar sitji sömu strengjabrúðurnar og hjá Hafró.
Það stendur ekki steinn yfir steini í verndun fiskistofnanna. Þvert á móti eru þeir allflestir endalaust í sögulegu lágmarki samkvæmt Hafró, en ekkert stjórnvald virðist hreyfa legg né lið, til að komast að því hvað gekk úrskeiðis. Aumingja og aulahátturinn alger og hvergi meiri en við Austurvöll.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Afrán ýsu kemur í veg fyrir rækjuveiðar í Djúpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.