11.3.2022 | 02:20
Glæsilegt fyrirtæki.
Síldarvinnslan í Neskaupsstað er glæsilegt fyrirtæki. Vel rekið alla tíð og hefur skilað til síns samfélags ómældum verðmætum, í formi góðra launa, uppbyggingar og verðmæta samfèlagsins, auk forsjálni í uppbyggingu, bæjarbúum til hagsældar. Samfélagið ávallt í fyrirrúmi.
Fá, ef nokkur fyrirtæki hafa sýnt af sér aðra eins samfélagslega ábyrgð og Síldarvinnslan í Neskaupsstað. Núverandi forstjóra hefur tekist að viðhalda hugsjóninni um öflugt bæjarfélag í anda hugsjónamannanna er undan honum gengu, ásamt öllum þeim er starfað hafa hjá fyrirtækinu í áranna rás, í því gera þetta fyrirtæki að fyrirmynd á allan hátt, þessu litla samfélagi til hagsældar
Hvað svo sem segja má um litlu Moskvu, er sú hin sama til eftirbreytni á allan hátt, er kemur að samfélagslegri ábyrgð.
Öfundarraddir heyrast nú úr of mörgum hornum um velgengni þessa fyrirtækis, en flestar eiga þær sér það sameiginlegt að hafa lítið sem ekkert skapað sjálfar, hvað þá lagt eitthvað til síns samfélags.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Síldarvinnslan hagnast um 11 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:16 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt.
Magnús Sigurðsson, 11.3.2022 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.