7.2.2022 | 00:48
Pólitískt ólæsi.
Það liggur í augum uppi að klofningsframboð mun koma fram í Mosfellsbæ, eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins um helgina. Að oddviti sjálfstæðismanna hafi ekki trú á því, lýsir ótrúlega lélegu pólitísku læsi og jafnframt hroka. Það er alkunna, þeim sem eitthvað fylgjast með í bæjarfélaginu, hvernig skipulagsmál og hygling ákveðinna verktaka hefur verið árum saman, þegar kemur að uppbyggingu ákveðinna hverfa í bænum. Nýkjörinn oddviti flokksins veit nákvæmlega um hvað gremja fólks snýr í þeim màlum.
Um það hvernig kosningabaráttan var háð mun ég ekki hafa mörg orð um að sinni, en sjåum hvað setur og spyrjum að leikslokum.
Mosfellsbær er frábært bæjarfélag og þar er einstaklega gott að búa. Það getur sá er þetta ritar vitnað um. Það eru þó nokkrir skuggar í rekstri bæjarfélagsins sem löngu er orðið tímabært að afmá og fullkomna enn frekar yndisleik Mosfellsbæjar. Einn af þeim skuggum eru persónuleg óvild og hroki ákveðinna aðila innan bæjarstjórnar, auk andstöðu þeirra við eðlilega skipulagningu bæjarins.
Annar skuggi er óeðlileg úthlutun framkvæmda og lóða til ákveðinna byggingaraðila og verktaka í bænum.
Allt mun þetta koma í ljós með tíð og tíma og ekki fleiri orð um þetta höfð að sinni. Framundan eru sveitarstjórnakosningar og það er deginum ljósara að hér í Mosfellsbæ mun eitthvað klofna, með góðu, eða illu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Hafnar ásökunum Kolbrúnar og Kristínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.