Heiðarlegt svar.

 Það skal Páli til tekna talið, að greina satt og rétt frá.

 Það vantar mannskap, en ekki tæki eða tól, til að sinna því sem sinna þarf á þjóðarsjúkrahúsinu í Fossvogi.

 Í ofanverðri Vatnsmýrinni, neðan við gamla Landspítalann rís nú mannvirki mikið. Svo mikið, að hægt væri að pakka sjúkrahúsinu í Fossvogi tvisvar sinnum inn i það, í fermetrum talið.

 Aðeins ein spurning.: Hverjir eiga að vinna þarna? Spyr nú barasta svona að rælni. Það virðist nefnilega ekki vera hægt að manna helmingi minni vinnustað í dag. 

 Eitthvað sem ekki er komið fram um reksturinn, eða er Amgen búið að taka hluta húsnæðisins á leigu og fjármagna svona pínulítið fyrirfram, með Kára klára í forsvari?

 Spyr sá sem ekki veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Álagið á LSH ekki vegna kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég heyrði um daginn að það hefðu verið margfalt fleiri gjörgæslurými í notkun á síðustu öld þegar spítalarnir voru þrír, Landspítalinn, Borgarspítalinn og St Jósefsspítali, en þau eru í dag eftir að öll stjórnun hefur verið sett undir einn hatt. Í dag eru gjörgæslurýmin 10 samkvæmt fréttinni og  nóg húsnæði fyrir fleiri en vantar mannskap. 

Það læðist að manni sá grunur að heilbrigðisstarfsfólk sé upptekið af öðru s.s. stjórnun, lyfjauppfinningum, skimunum, komið í sóttkví og mfl. Já ég held að sá klári og hans attaníossar stefni á heilbrigðisiðnað sem gróðaatvinnuveg frekar en heilbrigðisþjónustu í þágu almannahagsmuna á kostnaðarverði með dyggri aðstoð stjórnmálamanna þessi árin. 

Magnús Sigurðsson, 5.8.2021 kl. 07:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski þarf bara að bjóða mannsæmandi laun fyrir þessa menntun og vinnu? Enginn skortur er á fólki sem vill mannsæmandi laun.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2021 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband