Já, það er eitthvað stórkostlega mikið að!

 Eins og fram kemur í viðhengdri frétt, hefur nákvæmlega enginn árangur náðst í því að “ byggja upp þorskstofninn” frá því heimsins besta kvótkerfi var komið á í byrjun níunda áratugarins. Árangurinn er enginn! Enginn! Ef eitthvað er, hefur frekar sigið á ógæfuhliðina, en hitt. 

 Það virðist vera sem exelguttarnir á Hafró hafi áratugum saman ekki unnið samkvæmt vísindum, heldur exelskjölum, sem sköffuð hafa verið frá Ices, eða hvað þetta steinrunna meðalmennskureiknilíkan evrópusambandsstaðlanna heitir nú.

 Vísindalegar niðurstöður er ekki með nokkru móti hægt finna út frá fyrirfram stöðluðum gildum. Það þarf að rannsaka og komast að niðusrstöðu út frá fyrirliggjansi gögnum, en ekki slá öllu inn í exel, samkvæmt staðli utanaðkomandi aðila.

 Ef hægt er að ofmeta fiskistofna, er þá ekki allt eins líklegt að þeir hafi verið vanmetnir á sama skala? Spyr sá sem ekki veit.

 Það er bjargföst skoðun mín, að misvelunnar niðurstöður Hafró hafi í gegnum árin kostað Íslenskt smfélag hundruði milljarða í töpuðum útflutningstekjum. Að hálfu má þar um kenna snargölluðum vinnubrögðum Hafró og til hinnar helftarinnar aumingjum í pólitík. Núverandi ráðherra þessara mála, jafnt sem flestum öðrum, honum undangengnum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is „Það er eitthvað stórkostlegt að“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Halldór!

Já það er mikið að,Fyrst er að tala um hagræðinguna,oft nefnd,Hún er að stórum hluta fólgin í því að stóru skipin eru öll komin með tvö troll og veiða 80 til 90% meira á togtíma, það þíðir að gefnar eru út tilskipanir úr landi, Bara að hirða 6+.

Togaraskipstjóri hafði við orð, mesta brottkast allra  tíma, þar átti hann við ýsuna,sagði hann að oft færi 30 til 50% af holinu út aftur.

Ekkert eftirlit,nema með strandveiðibátum!!!

Óskar Kristinsson, 26.6.2021 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband