Fer það eftir forstjóra, hvaða reiknilíkan er notað?

 Það er í meira lagi undarlegt, að rétt eftir að skipt er um forstjóra Hafró, komi það í ljós að stofnstærð þorsks hafi verið ofmetin, árum saman. Hvað veldur? Er jafnvel hugsanlegt að þorskstofninn hafi verið vanmetinn árum saman? 

  Nýr forstjóri eða ólíkar reiknikúnstir í exelskjölum? 

 Niðurnegldir vísindamenn í glæsilegum húsakynnum í Hafnarfirði gerast helst til yfirlýsingaglaðir á fyrsta árinu þykir mér. 

 Að mínu mati tapaði Hafró af þorskinum, ýsunni' grálúðunni, loðnunni, síldinni, sandkolanum, makrílnum og öllum öðrum fiskistofnum á Íslandsmiðum, með “röllum” og exelskjölum.

 Aldrei á staðnum. Aldrei á vertíð. Aldrei í neinu sambandi við líðandi stund. Aldrei einu sinni vör við makríl í Íslenskri  lögsögu, fyrir einum og hálfum áratug! Allt skoðað eftirá!  Hafró er aldrei á staðnum, þegar helst ber svo að vera.

 Hafrannsóknir þarf að stunda af alvöru, eða sleppa algerlega ella. Evrópustaðlaðar reiknikúnstir eru ekki nokkur einustu vísindi.

 Eldheitt útspil  nýráðins forstjóra Hafrannsóknarstofnunar Íslanda, er skot úr myrkri. Rökin halda ekki vatni, frekar en áður. Óvissan í fiskifræðinni tekur framúr lélegri veðurspá og ávallt er hallað á þá sem nýta þessa auðlind, sem gagnast landsmönnum öllum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband