11.4.2020 | 04:13
Helmingur einkennalaus.
Ef einhver er einkennalaus og smitandi í einhverja daga, eftir að hafa tekið pestina, hverjar eru þá líkurnar á því að sá hinn sami veikist alvarlega?
Er þetta faraldur, umgangs eða dauðapest?
Hvað létust margir úr inflúensu í fyrra, já eða einhver ár á undan, miðað við árið í ár?
Tuðaranum dylst ekki alvarleiki málsins, en við hvað er verið að miða við?
Í lockdown hagkerfa heimsins eru manneskjur skikkaðar til að halda sig innandyra, hverjar svo sem þeirra aðstæður eru. Hér á Íslandi er þetta tiltölulega lítið mál, svo lengi sem allir fari að tilmælum þeirra sem best eiga víst að vita. Úti í hinum stóra heimi eru hlutirnir ekki svona einfaldir.
Á Indlandi hefur öllum verið skipað að halda sig innandyra í hreysum sínum, hvar mannleg eymd er alger og til skammar. Sé einn smitaður í kofa sem hýsir 15-20 manns, sýkjast allir. Í fátækrahverfum Suður- Ameríku, svo ekki sé nú talað um Afríku alla deyja sennilega margfalt fleiri á næstu dögum og vikum, en nokkurn hefði órað fyrir. Ekki úr covid-19, heldur hungri, tilneyddri nánd við sýkta og vosbúð.
Hvers vegna tók viku að greina dauðdaga erlenda ferðamannains, sem lést á Húsavík, meðan daglega er fullyrt að svo og svo margir hafi látist á einum degi úr þessari veiru? Fróðlegt væri að heyra af því.
Þetta er að verða dulítið ruglingslegt allt saman, en sennilega vita sérfræðingarnir alltaf allt, öðrum fremur. Eða hvað?
Getur verið að lækningin sé farin að kosta meira en faraldurinn, í mannslífum?
Fávís tuðari bara spyr og skilur hvorki upp né niður í þessu lengur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Um helmingur smitaðra einkennalaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Facebook
Athugasemdir
Tímabær hugleiðing Halldór. Það verður ekki auðvelt að kveða niður þennan draug, kannski ómögulegt í bráð.
Svo ætti fólk að spyrja sig, um leið og það nær áttum; gæti hugsast að auðveldara væri að fá draugurinn til að snúast gegn þeim sem vöktu hann upp?
Magnús Sigurðsson, 11.4.2020 kl. 05:45
Hér
https://edition.cnn.com/2018/09/26/health/flu-deaths-2017--2018-cdc-bn/index.html
er hægt að lesa um inflúensu í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum. Um er að ræða að um 60 þúsund manns létust á síðasta ári.
Mjög tímabær spurning ... en við skulum samt ekki fara af sporinu, og það er að CCP leyndi tölum og hylur dauðsföll í Kína. Sem eru geigvænleg. Við eigum að sýna kínverskri alþýðu samúð ... ekki CCP. Aðeins með okkar hjálp, er hægt að betrumbæta lífskjör fólks sem lifir undir þrýstingi alræðis. Á meðan CCP lifir í lúxus, og leiðtogar þeirra tala við alþýðu í gegnum sjónvarpsskjá ... og "þykjast" var alþýðlegir á pappír. Býr stór hluti almennings við algerar hörmungs aðstæður. Léleg menntun, fólki í Kína er kennt að hata útlendinga ... í bókstaflegri merkingu. Stór hluti fólksins úti á landi, hefur ekki sanitation ... þarfa skíta í kamar. Á meðan eyðir þessi þjóð öllu sínu viti og fjármunum í herðaðarbrölt ... og líka, tilreaunir með veirusýkingar í hernaðarskyni. Ein slík rannsóknarstofa, er í Wuhan.
Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 09:32
CDC um flensu í ár: https://www.cdc.gov/flu/weekly/index.htm
Q: "CDC estimates that so far this season there have been at least 39 million flu illnesses, 410,000 hospitalizations and 24,000 deaths from flu"
Annað sem ber að hafa í huga: https://www.youtube.com/watch?v=_5wn1qs_bBk
Í stuttu máli: Kína-kvefinu er kenntu um öll dauðsföll þar sem það er hugsanlegt að það hafi átt hlut að máli. Semsagt, einhver flesnu-dauðsföll eru skráð sem Kína-kvefs dauðsföll.
Við fáum nokkuð bjagaðar upplýsingar.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2020 kl. 13:15
Ég hef verið að læra hjá Vincent Racaniello undanfarnar vikur. Hann segist nokkuð viss um að fjöldi smita sé meira en 10 X staðfest smit og veiran hafi jafnvel komast að enn fleirum en þeir séu ekki móttækilegir.
https://youtu.be/lj3NhPgOoX4
Guðmundur Jónsson, 13.4.2020 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.