Ó Þórhallur, ó Laddi!

 Á tímum veiru, sem engum datt í hug að herjaði með svo miklum  harmkvælum  á mannkyn, þar sem allir þurfa að standa saman, dettur ekki þessi þáttaröð “Jarðarförin mín” í fangið á okkur!

 Þórhallur, eða Laddi gersigrar allar tilfinningar og situr eftir sem snillingur.

 Þvílíkt performans! Snillingur, án nokkurs efa. Takk fyrir mig.

 Ef ætti ég fleiri orð um frammistöðu Þórhalls í þessum þáttum, myndi ég glaður valta þeim út í kosmóið. Mig skortir hinsvegar orð yfir frammistöðu hans! 

 Stærsti sigur í áratugi í leiklist, svo falleg þótti mér sagan af “Mín jarðarför” vera.

 Þorhallur Sigurðsson, þú ert óborganlegur. 

 Takk fyrir, mig elsku hjartans karlinn minn!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Synd, að við hér erlendis getum ekki séð Ladda ... er búinn að hafa samband í þeirri von að fá að sjá þá bræður, en ekkert gengur upp. Er sammála, að skop þeirra er alveg í tíma við samtímann.

Má hér nefna, að þeir bræður eiga sér samnefnara í "Robert Gustafsson", í Svíþjóð.

Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 07:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Algjörlega sammála þér. Þvílík frammistaða hjá öllum en Laddi á ekkert orð. Ekki hægt að toppa þetta. Takk fyrir, mig elsku hjartans karlinn minn!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2020 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband