1.4.2020 | 23:39
Lokið kauphöllinni !
Kauphöll Íslands er svo smá í stóra samhenginu, að það er allt að því grátlegt að fylgjast með markaðnum á degi hverjum. Aldrei lokað fyrir öll viðskipti segir forstjórinn hróðugur í viðtali og hallar sér upp að rauðu tölunum, skælbrosandi. We are always open Jíhaaaa!
Eins og sé ekki nóg að hugsa um þá sjúku, reyna að hemja veiruna og annað, sem hlýtur að teljast í meiri forgangi en verð á hlutabréfum í nokkurra króna viðskiptum. Það er alveg nóg af slæmum fréttum, þó ekki sé í ofanálag fjallað á degi hverjum um það hve þetta eða hitt fyrirtækið sé að fara upp eða niður í viðskiptum dagsins, í fáránelgri kauphöll á hjara veraldar. Kauphöll er ekki rétta orðið yfir þetta míkróspilavíti, sem er ekki einu sinni í eigin húsnæði.
Lokið þessum andskota sem fyrst og setjið upp spilakassa í staðinn. Gagnið er það sama, fyrir þjóðfélagið sem heild.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.