27.3.2020 | 23:48
Aleksander Kíelland.
Kvöldið sem Kielland fór á hliðina, var tuðarinn kornungur háseti á togara sem sigldi fram hjá þessu logandi furðuverki. Ekófisksvæðið sást úr hundrað mílna fjarlægð með berum augum, vegna afgassins sem brennt var á toppum olíuborpallanna í þá tíð. Háseti á stímvakt skildi ekki með nokkru móti hvers vegna ljósin út við sjóndeildarhringinn komu ekki fram á radarnum, hvar hann gróf höfuð sitt í gúmmítúttuna og reyndi sitt besta, til að finna út úr ljósbjörmunum, klukkutímum saman. Tímunum saman sigldum við að ljósunum, en þau virtust aldrei færast nær, svo langt voru þau i burtu.
Grettir Jósefsson stýrimaður, að vestan, fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessu, þvi sem nær við kæmumst, kæmi ljósbjarminn betur í ljós og ef illa færi, væri jú stýri á skipinu. Róaðu þig drengur sagði hann og hélt kúlinu. Við sigldum framhja Ekofisk svæðinu í myrkri og það var gjörsamlega galin tilfinning kornungum tuðaranum. Logandi helvíti um allt, en samt allt í góðu lagi! Það var ekki fyrr en við vorum komnir til Cuxhaven sem við fengum fréttir af því sem gerst hafði, örfáum klukkustundum eftir að við sigldum framhjá. Hvort við hefðum gert eitthvað gagn, Grettir og ég, mun enginn aldrei vita.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
40 ár frá Kielland-slysinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2020 kl. 17:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.