Trump.

 Það hafa margir horn í síðu Donalds Trump. Mörg horn, jafnvel flest, á hann skilin. Það er hinsvegar eitt sem karlinn hefur hamrað á, sem nú er að koma í ljós. Nefnilega það að “Make America great again”.

 Í þessum orðum hans liggur sú hugsun að baki að útsenda ekki alla framleiðslu úr landi og þá yfirleitt til Kína. Leggja niður framleiðslu, loka verksmiðjum og segja upp ómældum fjölda fólks, því allt er svo ódýrt í Kína. Í Kína er nánast allt framleitt í dag, því það er svo ódýrt. Þetta á ekki aðeins við um fyrirtæki í BNA. Þetta á við um öll lönd. Ísland engin undantekning. Fiskur er t.a.m. fluttur héðan til Kína til vinnslu og síðan aftur til Evrópu!

 Nú kemur upp skelfileg veira sem á upphaf sitt í Kína. Hvernig og með hvaða búnaði á að verjast þessari veiru frá Kína? Jú, með vörum framleiddum í Kína. Liggur við að manni sundli við að fylgjast með þessari hringavitleysu. 

 Vonandi kennir þessi súrealíska staða fólki og þjóðum það, að treysta frekar á eigin innviði og framleiðslu eigin landa, en ekki þrælaframleiðslu í Kína, undir ógnarstjórn einræðiskommúnismans, sem laug og lýgur enn um afleiðingar faraldursins. Það er nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut að marka upplýsingar frá Kína. Ekki eitt einasta orð!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Skipar GM að hefja framleiðslu öndunarvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband