26.3.2020 | 13:58
Ja hérna !
Sérdeilis fínt að þessir pinnar skuli hafa fundist. Maður getur hins vegar ekki annað en furðað sig á því, mitt í öllu þessu fári, að svona lagað geti gerst í birgðahaldi sjúkrahússins. Utanumhald og skráning á birgðum virðist ekki upp á marga fiska og spurning hversu víðtæk þessi óreiða er, svo ekki sé nú talað um hugsanlegan kostnað. Þarna þarf greinilega að stórbæta vinnubrögðin og það strax.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Fundu óvæntan lager með sex þúsund pinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessu tengt:
Kári hefur fundið próf sem pinnarnir frá Össuri stóðust.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2020 kl. 18:54
Það er margt sem þarf að laga innan Landspítalans, þ.e. stjórnun hans. Þjónustan við veika er hins vegar frábær.
Gunnar Heiðarsson, 26.3.2020 kl. 19:43
Kannski þeir finni bráðum alla hjúkrunarfræðingana sem vantar?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 21:04
Starfsfólk spítalans er stórkostlegt. Stjórnun, skipulag og almennt utanumhald virðist hins vegar vera í algeru skötulíki. Ef sex þúsund gleymdir prufupinnar finnast fyrir algera tilviljun, örfáum dögum fyrir síðasta notkunardag, vakna spurningar um ótal aðra hluti og hvað svona óráðsía getur hugsanlega kostað. Hvernig geta sex þúsund prufupinnar gleymst og síðan fundist fyrir tilviljun?
Maður á varla orð!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.3.2020 kl. 22:38
"Hvernig geta sex þúsund prufupinnar gleymst og síðan fundist fyrir tilviljun?"
Var bara ekki einhver á skíðum og kom úr sóttkví í gær?
Annars tek ég eindregið undir að "starfsfólk spítalans er stórkostlegt" það sem snýr að sjúklingum.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2020 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.