18.3.2020 | 01:03
Hver er hin raunverulega ógn? Vírusinn eða umræðan?
Hvort er meiri ógn, vírusinn eða umræðan?
Í venjulegu árferði deyja 650.000 til ein milljon manna á ári úr umgangspestum um veröld alla. Virusinn sem nú geysar hefur lagt tæplega 7000 sálir í gröfina á næstum fjórum mánuðum.
Statístikin er að klofna og niðurstaða móðursýkislegra viðbragða á eftir að koma í bakið á okkur öllum.
Þegar efinn étur sálina, er erfitt um vik, hvað gera skuli. Loka öllu, slá allt niður, sjá síðan til?
Orangúti í USA lokar og lokum því öll!
Þetta meikar engan sens.
Hvað dóu margir úr inflúensu á Ítalíu í fyrra á þessum árstíma?
Íran?
Spáni?
UK?
USA?
Þegar hinum töfræðilegu staðreyndum um ástandið á umliðnum árum, miðað við árið í ár, verður varpað á aðgengilegan vegg til upplýsingar almennings, er þessi plága stormur í vatnsglasi. Aldrei í sögu mannkyns hefur pólitík misstigigið sig jafn illilega í Göbbelskri græðgisvæðingu sinni. Fröken Merkel undirstrikaði það í dag.
The fourth reich is emerging
Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
Það ku víst vera betra að veifa röngu tré en öngu, yfirvöld geta alltaf þakkað sér á eftir að ekki fór ver.
Hef áður séð þessar tölur sem þú nefnir og spurninguna um hvort covid tölurnar séu meðtaldar með umgangspesta tölunni, en ekki séð nein svör.
Fyrr verður ekki að marka fárið.
Magnús Sigurðsson, 18.3.2020 kl. 05:52
Félagar Magnús og Halldór.
Þið eigið alla skömm skylda fyrir forheimsku ykkar og athugasemdir.
Ég veit að þið lesið báðir pistla mína, þar með hafið þið enga afsökun eins og fjöldinn í hjarðhegðun heimskunnar.
Þegar upplýsingar liggja fyrir, sbr til dæmis viðtalið við þennan veirufræðing;
https://viljinn.is/a-skjanum/tiu-til-fimmtan-sinnum-skaedari-en-hefdbundin-influensa-myndband/.
Strákar, fólk er að deyja út af þessu, ef þessi drepsótt fengi óáreit að smita samfélög fólks, þá erum við að sjá áður óþekktar dánartölur, eða frá því í Svarta dauða.
Hún er illvígari við hverja stökkbreytingu, og þið fíflist.
Kommon.
Feisum þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 11:36
Ómar. Þessi veira er búin að grassera síðan í nóvember. Rett hjá þer að fólk er að deyja úr þessu, en í miklu minna mæli en í öðrum umgangspestum. Það eru 200 manns með flensu hérna og tveir eða þrír á spítala sem voru veikir fyrir. Allt þetta fimbulfamb ku vera vegna þess að sagt er að þetta smiti hraðar en venjuleg flensa og menn óttast að heilbrigðiskerfið verði ofhlaðið. Þrír sjúklingar hér er öll ofhleðslan.
Ef þetta er ekki móðursýki þá er þetta alvarlegur snertur af henni sem er meira smitandi en nokkur annar vírus. Móðursýkin mun drepa fleir og leggja líf fleiri í rúst en nokkur helvítins veira.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 14:25
Það er búið að setja á þriðja þúsund manns í einangrun án þess að einn sé veikur. Ekki einn einasti. Landlæknir segir svo að 80% sjúkra hafi litil sem engin einkenni og öllum er fyrirmunað að skilja hvernig hann veit það. Þetta vissi hann meira að segja áður en skimun hófst. Þetta er ályktað þótt allir þessir 200 lasarusar séu með mikil flensueinkenni.
Þetta þýðir að nánast allir landsmenn séu hugsanlega með koronaveiruna án þess að vita það, þott landlæknir viti það með öll sín sex skilningavit. Don't panic, segir hann svo.
Ég vil svo spyrja þig Ómar hvaðan þú hefur það umboð að setja þig á stall þaðan sem þú getur kallað fólk heimskt vegna þess að þér hugnast ekki skoðanaskipti um málið. Kannski máttu líta í eigin barm. Allavega finna þér bréfpoka til að anda í. Þú þekkir líklega engan sem er með þessa flensu og kannski einn eða tvo sem eru heilbrigðir í sóttkví. Kannski samkvæmt landlækni eru allir í kringum þig með kóróna án þess að vita það. Já jafnvel þú sjálfur. Hver veit? Um það er engin leið að fullyrða, þótt það sé fjálglega gert.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 14:36
Hvers vegna þetta ástand á Ítalíu? Jú þeir eru í samvinnu við Kinverja með svokallaða viðskiptabrú þar sem þeir skiptast á vinnuafli. Á hverjum gefnum tíma eru 100.000 kínverjar í Mílanó og nágrenni í vinnu sem billegt vinnuafl og þar á meðal tugþúsundir frá háskólabænum Wuhan. Þetta fólk hefur valsað út og inn með flensuna síðan í nóvember. Loks þegar gamlingjarnir fóru að hrynja niður fóru þeir að tengja. Kinverjar eru þó ekki settir serstaklega í einangrun af þvi að það er un-pc og rasismi samkvæmt opinberri sýndargöfgi sambandsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 14:48
Blessaður Jón Steinar.
Oft hefur þú sagt margt af viti en eiginlega ert þú núna úti á túni í orðum þínum hér að ofan.
Trúðu á lífið, og það mun sigra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 15:58
Þetta eru náttúrlega óhrekjandi mótrök hjá þér Ómar, enda má vænta þess fra manni sem er svo óskeikull um veiruvísindi að skrifa langt og samhengislaust rant sem hann kallar skyldulesningu fyrir heilbrigðisyfirvöld. Varaðu þig á svima þarna uppá stallinum og skiptu yfir í koffeinlaust.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 16:16
Ha, haaa, ha.
Þegar menn eru úti á túni, þá er erfitt að höndla rök eða staðreyndir, eða annað sem hægt er að svara eða andmæla.
Og eiginlega ertu brandarakarl Jón Steinar þegar þú gefur í skyn að ég svari ekki.
Og ef þú vilt halda þig við þann brandara, þá hef ég svona sirka, 15.000 dæmi um hið gagnstæða.
Ég reyndi meir að segja að svara honum Bjarne og geri aðrir betur.
Svo ég mæli með því að þú gerir aðra tilraun.
Samt ekki koffínlausa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 16:59
Eitt af þessu 15.000 dæmum er væntanlega að það sé óhjákvæmilegt að setja landið á hausinn af því að 0.001% þjóðarinnar er tímabundið á spítala vegna þessarar flensu. Það er allavega staðreynd.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 17:54
Vel má vera að ég sé forheimskur fáráðlingur Ómar, vegna þess að ég les pistlana þína, án þess endilega að vera ávallt sammála öllu sem í þeim stendur, svo vel ritaðir sem þeir eru.
Fullhátt þykir mér fordæmingarhamar þinn reiddur til höggs, þeim sem ekki eru sammála öllu sem þú ritar. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, að skrifa sig í hring.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.3.2020 kl. 21:53
Blessaður Halldór.
Þú getur vissulega verið fáráðlingur að lesa pistla mína og værir það örugglega ef þú væri sammála öllu sem ég segði, en þegar ég er að vísa í pistla mína, þá er ég að vísa í ítarefnið sem ég vísa í.
Forheimska er ekki sama og heimska, heimska er jú bara heimska.
Forheimska er sú gjörð að hafa þekktar staðreyndir fyrir framan nefið á sér, og afneita þeim eða taka ekki mark á þeim, gott dæmi er vel menntað fólk í USA sem horfir grafalvarlega framan í þig og segir að heimurinn sé um 4.400 ára gamall, og vitnar í ættartölur úr Mósebók máli sínu til stuðnings. Eða það fer alla leið og heldur því líka fram að hún sé flöt og jörðin miðja alheimsins, vitnar í fleiri bækur í hinni helgu bók. Þetta sama fólk gæti síðan til dæmis sest niður og reiknað flókna jöfnu i skammtafræði á 5 mínútum þar sem ég greyið skyldi ekki einu sinni táknin í jöfnunni.
Ég tek ekki svona sterkt til orða af gamni mínu, það þarf mikla dauðans alvöru til að ég reyni að hrista svona uppí mér eldri og virðulegri mönnum.
Maðurinn sem segir að kórónaveiran sé 10-15 sinnum alvarlegri en venjuleg flensa, vísar þar í tvennt, hvað hún er smitandi og lungnaafbrigði hennar er bráðdrepandi, er ekki einhver Jón Jónsson útí bæ, heldur sérfræðingur á þessu svið og hefur ítrekað varað við svona alvarlegum heimsfaröldrum vegna vírusa sem engin lækning er við.
Hann færi rök fyrir sínu máli sem raunveruleikinn hefur staðfest. Að tala gegn því snertir ekki bara mann sjálfan heldur líka aðra í samfélaginu því samfélagið þarf að taka þetta alvarlega og allt tal sem dregur úr alvarleik málsins, dregur úr líkum að yfirvöld hafi kjark til að grípa í tíma til aðgerða sem duga.
Um aðgerðir sem duga, og aðgerðir sem duga ekki, má lesa í grein sem ég hef verið duglegur að linka á, og heitir, Kórónaveiran, af hverju við þurfum að bregðast við strax. Vissulega er greinin eftir dauðlegan mann, en hann rökstyður mál sitt vel, bæði með því að vitna í stærðfræðina að baki áætlaðra útbreiðslu veira, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, sem virka misvel, sem og að vitna í þekktar staðreynd úr fortíð og nútíð. Það eina sem dugar, er þegar búið að sanna sig í Whuhan, hin leiðin að gera ekki það sem þurfti, er þegar farið að drepa fólk umvörpum í Evrópu.
Það eru ekki rök í málinu gagnvart alvarleikanum að tala sífellt um að þetta sé ekki svo alvarlegt ennþá hér á landi, við erum í þekktu ferli veirunnar, hún er eins og blessuð lúpínan mín, sem dreifir sér rólega, þar til einn daginn er allt orðið blátt.
Það þarf ekki að vera að það gerist hérna, það voru meira að segja landsvæði í Evrópu sem sluppu algjörlega við Svartadauða, í öðrum var mannfallið ekki mikið meira en í öðrum umgangspestum. Það breytir samt ekki alvarleika drepsóttarinnar, og það að eitthvað svæði sleppi er ekki vitað fyrirfram.
Á meðan veiran var að breiðast út í Kína, vöruðu sérfræðingar, til dæmis prófessor við HÍ, við að hún gæti stökkbreyst og orðið illvígari. Sem virðist vera tilfellið á Ítalíu, og sú veira er að breiðast út um Evrópu, og getur þess vegna orði ennþá illvígari eftir nokkra daga eða vikur.
Hún er samt nógu slæm á Ítalíu. Þar er 7.003 skráðum sjúkdómstilfellum hennar lokið, þeir sem náðu bata eru 4.025 eða 53%, látnir 2.978, eða 47%. Vissulega er þetta ekki endanlegt dánarhlutfall, þeir veikustu deyja fyrst, en þetta er samt skelfilegt. Og það verður líka að hafa í huga að þó fólk sé skráð batnað, þá eru margir illa farnir í lungum, og það er ekki vitað hvort það verði nokkurn tímann læknað.
Þessar tölur væru miklu hærri ef veiran fengi að dreifa úr sér eins og hver önnur flensa. Og þetta skýrir hinar drastisku aðgerðir, og af hverju Ítölsk stjórnvöld eru því sem næst að loka á allt mannlíf til að hefta útbreiðslu hennar.
Aldrað fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóm, meinlítil að öðru leyti er söngurinn, en þessi söngur er ekki lengur sunginn á Ítalíu, yngra fólk er líka að fara illa út úr þessu, fái það veiruna á annað borð í lungun.
En þetta er nógu alvarlegt samt.
Bara í mínu nærumhverfi á ég bróðir sem var hætt kominn vegna lungasjúkdóms, líklega sjálfsofnæmis, hann er ekki í góðum málum þegar veiran berst hingað austur. Bekkjarbróðir strákanna minna er nýkominn úr erfiðari meðferð vegna blóðkrabbameins, ónæmiskerfið i honum er sjálfsögðu rústir einar eftir þá meðferð. Móðir annars er tiltölulega nýkomin úr krabbameinsmeðferð, ung þriggja barna móðir, hún kennir núna heiman frá sér því hún er í áhættuhópi. Ennþá yngri þriggja barna móðir, dóttir vinafólks okkar, er núna að klára geisla.
Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er ekki orð á blaði hvað mig varðar.
Svo Halldór, ég ítreka bara fyrri orð mín hér að ofan, þau eru ekki að ástæðulausu, og það eru aðeins geðleysingjar sem nota ekki mannamál á dauðans alvöru tímum.
En það er óþarfi að gera mér upp orð eða hegðun, nógu beinskeyttur er ég samt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 09:35
Hérna í USA deyja 20 til 85 þúsund á ári úr flensu, það fer eftir því hversu skæð flensan er.
Ekki skal ég reyna að spá hversu skæð Wuhan Kínverska flensan er, en hún virðist breiðast út á miklu meiri hraða heldur en þessar árlegu flensur.
Leiðilegasta er að Wuhan Kínverska flensan hefði sennilega getað verið haldið i Wuhan, ef kínversk yfirvöld hafi ekki reynt að fela faraldinn í 4 manuði.
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 19.3.2020 kl. 18:26
Sótthræðslan er margfalt verri enn pestin sjálf enda leggst hún verst á "heilbrigt" fólk og stelur frá því vitinu.
Guðmundur Jónsson, 21.3.2020 kl. 12:16
Í dag féllu í valinn 800 Ítalir Þar hefur hjúkrunarfólk orðið að forgangsraða sjúklingum og nota gömlu aðferð bóndans sem velur líflömbin í annan réttardlikinn en sláturlömbin í hinn.
Þetta er ekki venjuleg flensa - þetta er á mörkum þess hugtaks sem kallast drepsótt.
Greindir og íhugulir bændastubbar dugðu stundum í sveitum landsins við að gelda hunda og taka börnum blóð á þeirri tíð þegar lóðtakan ein gat bjargað (að dómi þeirra kynslóða sem uxu upp við þekkingarleysi.
Í dag búum við svo vel að eiga vísindamenn - meira að segja góða vísindamenn sem hafa gert heiminn öruggari en nokkur bóndi hefði náð að gera.
Við úrskurð og tilheyrandi athafnir sem íbúar plánetunnar okkar verða að takast á við í tengslum við hlýnun jarðar og viðbrögð gegn útbreiðslu Covid 19 treysti ég engum hestageldingakennimönnum.
Ég krefst skilyrðislausrar aðkomu þeirra góðu vísindamanna sem tekið hafa til máls um hlýnun jarðar og tekið til hendi í baráttunni gegn þessari innrás hins áður óþekkta vírusar.
Og ég krefst skilyrðislausrar hlýðni við það fólk sem stendur vaktina.
Árni Gunnarsson, 21.3.2020 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.