17.3.2020 | 01:50
Hvað er að gerast í BNA?
Tvö gamalmenni keppast nú um að verða forsetaefni demokrata í BNA í komandi kosningum. Annar sósíalisti og hinn elliær. Púfff! Er þetta uppstillingin gegn Donald Trump?
Hvor sem hlýtur tilnefninguna, er eins gott að varaforsetaefni beggja sé að minnsta kosti hálfri öld yngri. Demókratar hljóta að vera í, ekki djúpum skít, heldur engu nema skít, ef þetta er úrvalslið þeirra.
Donald Trump verður sennilega seint talinn til mestu mannvitsbrekkna mannkyns og í raun nú þegar, talinn alger vitleysingur í sinni stöðu. Gaman að karlinum af og til og hann hefur svo sannarlega ekki gert efnahagskerfi BNA neitt illt. Þvert á móti hefur í fyrsta sinn í mörg ár mátt sjá uppgang og efnahagslegar umbætur í forsetatíð hans. Enginn getur tekið það af honum, nema það að flestir vita að hann ákvað ekkert af þessu, heldur ráðgjafar og þeir sem komu honum í embætti á sínum tíma. Þeir sem kusu hann, fá lítið fyrir sinn snúð. Maðurinn er hinsvegar algert fífl í allri framkomu og sjálfselsku. Algert fífl. Algert fífl og á stundum alger trúður. Mest á Twitter. Svona eins og óharðnaður, ofdekraður pabbastrákur með enga hugmynd um neitt. Sorry, varð bara að segja þetta.
In the land of the free, with these terrible options only available, God Save America
Spennandi verður framhaldið, svo ekki sé meira sagt.
America great again? eða
Alzheimer?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Biden lofar kvenkyns varaforsetaefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Facebook
Athugasemdir
Ekki síðri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 06:58
Úrslitin liggja þegar fyrir. Það þarf ekki að kjósa. Trumpið tekur þetta.
Halldór Egill Guðnason, 18.3.2020 kl. 22:57
Fresta þeir ekki bara kosningunum??, fram yfir bólusetningu.
Annars veit maður aldrei hvernig mál þróast þegar allt er í uppnámi en ef fyrsti vísir af bóluefni verði kominn í umferð með haustinu, þá sjá menn til lands, og þá stöðvar ekkert Trump.
En ef veiran verður stjórnlaus, þá veit maður ekkert, þess vegna herlög.
Við lifum sjálfa söguna í dag, atburði sem maður annars las sér til um í sögubókum.
Ég vona bar að síðasta fórnarlamb kórónuveirunnar verði globalvæðingin, og komi aldrei aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.