Undirlægjan kostar sitt!

 Það er ekkert minna en ömurlegt að horfa upp á hérlenda ráðamenn líta út eins og algera bjálfa, þá tilskipun kemur frá Brussel um lokun Schengen svæðisins. Aldrei nokkurn tíma í lýðveldissögunni hefur ríkisstjórn litið eins illa út. Í ástandi sem hún hélt sig ráða einhverju í og hefði átt að ráða, væri hún sjálfstæð. Skömmin er alger og svívirðileg. Öll á kostnað stjórnvalda og þeirra sem sjá ávallt grasið grænna,  hinum megin girðingar. Í viðtölum við barnunga og algerlega reynslulausa ráðherra, eiga þeir engin svör sem von er. Sömu ráðherrar og hafa unnið að því öllum árum undanfarið að færa meira vald til Brussel og treysta á að allt sem þaðan kemur sé okkur ávallt til góða. Nú hittir reynsluleysið, undirlægjuhátturinn og valdagræðgin þessa krakkabjálfa illa fyrir og sennilega færi þeim betur að lækka aðeins rostann og sjálfhverfuna í samtali sínu við þjóðina.

 Ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnar Íslands um þetta mál skiptir engu máli, hvern svosem tíma sólarhringsins haldinn. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert lengur um þetta mál að segja. Er þetta almennt talið í lagi, eða er ekki kominn tími til að hamra á sjálfstæði lands okkar?

 Brussel er búið að ákveða! Hvaða svo sem geltir úr unglingabarka Ríkisstjórnar Íslands, skiptir ekki nokkru einasta máli. 

 Brussel er búið að loka Íslandi! Til hamingju fullveldisafsalssinnar Íslands.

 Sorgarstundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Hafa hingað til talið bann hafa litla þýðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er eitthvað garúgt í Danaveldi.

Snarpur pistill eins og venjulega Halldór, takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband