Lífsstílsblogg.

 Á blogginu má lesa marga pistla frá lífsstílsráðgjöfum allskonar, sem virðast hafa nánast allar lausnir sem þarf, við hinum ýmsustu vandamálum líkamshulstursins og handa sálartetrinu sem þar hýrist innanhúðar. Af nógu er að taka, hvort heldur fjallað er um hreyfingu, mataræði, slökun, hugarró eða annað tengt daglegu lífi nútímamanneskjunnar.

 Einn ráðgjafi leggur til að allir sleppi morgunmatnum, meðan annar telur málsverð þann hinn mikilvægasta fyrir komandi dag og síðan eru allskyns ráðleggingar um matmálstíma, tíðni máltíða, hollustu, hreyfingu, keto, vegan og hvað þetta nú allt saman heitir. Hvernig maður á að hugsa jákvætt og láta gott af sér leiða og jari jarí jarí. Semsagt allskyns ráðleggingar um allt milli himins og jarðar, sem leiða á til betra lífs.

 Tuðarinn hefur svosem ekkert út á þessar ráðleggingar að setja, þannig lagað séð, en þegar hann rak augun í þá ráðleggingu að maður ætti að kúka minnst tvisvar til þrisvar á dag var honum öllum lokið. Þetta grey sem hefur bara kúkað þegar honum er mál, er eiginlega bara alveg neðar sér yfir þessu. Samkvæmt flestöllum öðrum ráðleggingum  á maður að vera duglegur að hreyfa sig, stilla matarneyslu sinni í hóf, en síðan er ofsaskita ráðlögð í kjölfarið!

 Nú steinhætti ég að lesa lífsstílsblogg. Það er alveg kristalklárt.

 Held mig bara áfram við að borða það sem mig langar í þegar ég er svangur og kúka þegar mér er mál. Ég þarf engan “owners manual” um það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður að vanda Halldór og mikið andskoti er ég sammála þér.... wink

Jóhann Elíasson, 16.1.2020 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband